fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Hilmir Snær hefur beðið í tvö ár án svars: Þykir leitt að leika ekki fræga tónskáldið Debussy

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægir einstaklingar úr mannkynssögunni og ekki síður sterkir áhrifavaldar hafa lengið verið efni í eftirsótt hlutverk leikarastéttarinnar. Þjóðþekkti leikarinn Hilmir Snær Guðnason var ráðinn í hlutverk franska tónskáldsins Claude Debussy í kvikmynd virtu leikstýrunnar Jane Spencer, en leikaranum til mikillar mæðu verður líklegast ekkert úr þeim draumi.

„Ég heyrði fyrst af þessu fyrir einhverjum tveimur árum en ég hef ekki fengið neinar nýjar fréttir síðan,“ segir Hilmir í samtali við DV. „Ég efast stórlega um að þessi mynd verði gerð upp úr þessu.“

Á kvikmyndavefnum IMDb koma fram þær upplýsingar að kvikmyndin The Velvet Gentleman sé enn á forvinnslustiginu og stóð til að kvikmynda handrit sem Spencer skrifaði. Sagan snýst um sérvitra tónskáldið Erik Satie og átti meðal annars leikkonan Rosanna Arquette að fara með stórt hlutverk, en hana þekkja margir úr kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, The Whole Nine Yards og Inhale eftir Baltasar Kormák. Franski leikarinn Jean-Hugues Anglade er merktur fyrir titilhlutverkinu sem verður sjálfsagt ekki.

Claude Debussy var uppi á rómanska tímabilinu og hafa áhrif hans í tónlist ómað um söguna alla síðan. Debussy var aðeins ellefu ára gamall þegar hann fékk inngöngu í Paris Conservatoire. Flestir píanóleikarar kynnast verkum hans fyrr eða síðar en auðvitað hafa verk hans verið útsett fyrir nánast öll möguleg hljóðfæri, auk þess sem hann samdi balletta, sinfóníur og óperur.

Aðspurður hvort þetta væri ekki afar spennandi hlutverk tók Hilmir undir það kátur. Leikaranum þykir leitt að líklegast verði ekki af þessu, en af myndunum að dæma má spyrja hvort líkindi eru með mönnunum tveimur. Það er undir lesendum komið að dæma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla