Fókus

Mótmæltu hástöfum fyrir utan Veðurstofu Íslands: „Meiri sól! Meiri sól!“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 11:52

„Við erum að mótmæla þessu veðri em er búið að vera hérna í heilt ár liggur við. Bara, burt með þessi ský“ hrópaði æstur mótmælandi fyrir utan Veðurstofu Íslands. Hópur einstaklinga safnaðist saman fyrir utan húsnæði Veðurstofunnar í gær til að mótmæla arfaslöku veðri á suðvesturhorninu það sem af er sumri.

Meðlimir leikhópsins hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem krafist er betra veðurs en DV greindi frá þessu uppátæki hópsins á dögunum og vakti fréttin mikla lukku.

„Við höfum fengið okkur fullsödd af þessu skítaveðri sem vaðið hefur uppi á suður og vesturlandi! Við krefjumst þess að nú verði tekið á málunum í eitt skipti fyrir öll og yfirvöld beiti þeim brögðum sem til þarf til að auka sólarstundir og velsæld þegnanna á þessum svæðum,“

segir í yfirlýsingu hópsins en ljóst er meðlimum er mikið niðri fyrir. Það ætti að vera öllum ljóst að hópurinn sé með þessu að slá á létta strengi en í yfirlýsingu var þess krafist að yfirvöld mættu kröfum hópsins eða greiddu fyrir þau flug til Egilsstaða „þar sem nýr höfuðstaður Íslands rís í sólbjörtu austrinu.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, slær einnig á létta strengi í nýlegri færslu á Facebook síðu sinni og lofar að setja saman drög að aðgerðaáætlun um nauðsynlega reglugerðarbreytingu svo innleiða megi sólskin á Suður- og Vesturlandi – og hægt verði að tryggja landsmönnum öllum sól í júlí. Þá bætir hann við að hann vænti einnig niðurstöðu starfshóps í September.

Meðfylgjandi myndskeið var tekið í gær þegar meðlimir hópsins komu saman fyrir utan Veðurstofu Íslands en líkt og sjá má var þeim heitt í hamsi.

„Það hefur ekki verið sól síðan í apríl! Meiri sól!,“ hrópaði einn úr hópnum. Hópurinn hélt á mómælaskiltum þar sem búið var að rita setningar á borð við: „HVER VEÐUR UPPI Á VEÐURSTOFUNNI?“ og „Skýlaust Ísland!“

Hópurinn beindi síðan mótmælum sínum til starfsfólks Veðurstofunnar og hrópuðu í sífellu:  „Meiri sól! Meiri sól!,“

Ekki fylgir sögunni hver viðbrögð Veðurstofunnar voru við þessari óvæntu heimsókn.

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fókus
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva Ása Weisshappel: „Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug… Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman“

Sunneva Ása Weisshappel: „Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug… Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Halldór Blöndal vann á sumrin í hvalstöðinni: „Skrýtið hvernig staðið var að banninu á sínum tíma og mér fundust rökin fyrir því ekki standast“

Halldór Blöndal vann á sumrin í hvalstöðinni: „Skrýtið hvernig staðið var að banninu á sínum tíma og mér fundust rökin fyrir því ekki standast“