fbpx
Fókus

Hún vildi bara líkjast Eddie Murphy: Nú er hún úthrópuð fyrir kynþáttahatur

Fókus
Miðvikudaginn 27. júní 2018 14:58

Hin 31 árs gamla Jenna McDonnel er afbragðs góð förðunardama og þegar hún málaði sig eins og Eddie Murphy í framan átti hún allra síst von á því að vera úthrópuð fyrir kynþáttahatur.

Jenna hafði áður málað sig sem Sylvester Stallone, Michael Jackson og Elísabetu Bretadrottningu í þeim tilgangi að sýna fram á hæfileika sína á þessu sviði og það var ekki fyrr en hún mátaði andlit Murphy sem allt fór á hliðina.

Hún var ásökuð um að gera nokkuð sem á ensku kallast „blackfacing“ en það er þegar hvítt fólk málar sig eins og svertingja í framan.

Á Instagram síðu Jennu hafa margir látið fúkyrðaflauminn vaða yfir hana meðan aðrir hafa komið henni til varnar.

Einhver kallaði hana „heimska hvíta kerlingu“ og önnur ásakaði hana um að gera grín að svertingjum.

Var ekkert að hugsa um lit

Sjálf hefur Jenna beðist afsökunar á myndinni en um leið tók hún fram að orðið „litur“ hafi aldrei komið henni til hugar þegar hún málaði sig til að líkjast Eddie Murphy.

„Mér leið alveg ömurlega þegar ég sá athugasemdirnar. Ég er bara í sjokki yfir því að einhver líti á mig sem kynþáttahatara og ég er mjög leið yfir því að myndin hafi ögrað fólki. Ég er alls enginn rasisti,“ segir hún í viðtali við Metro og bætir við að hana hafi bara langað til að mála sig eins og Eddie Murphy.

„Það er allt og sumt. Alveg eins og mig langaði að mála mig eins og Elísabetu drottningu og Michael Jackson. Húðlitur hefur bara ekkert með þetta að gera.“

Jenna hefur áður tekið á sig gervi allskonar karaktera.

Vinir Jennu voru duglegir að bakka hana upp á Instagram. Einn skrifaði að fólk væri duglegt að leita að vandamálum úti um allt þessa dagana en að hún væri algjörlega frábær kona og ætti alls ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem förðun skapar vandræði á netinu.

Margir muna jú eftir því þegar förðunarfræðingur sýndi færni sína með því að mála blaðakonuna Mörtu Maríu Jónasdóttur eins og róna og allt fór á hliðina eða þegar kristlegu sumarbúðirnar Ölver birtu mynd af hvítri manneskju með dökkan húðfarða og afró hárkollu nú fyrir skemmstu.

Jenna var alveg rasandi bit yfir þessu öllu saman.
Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Rafnar selur glæsieign í Garðastræti

Páll Rafnar selur glæsieign í Garðastræti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý orðin flotþerapisti

Ellý orðin flotþerapisti
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 bestu íþróttakvikmyndirnar

10 bestu íþróttakvikmyndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástin fölnaði hjá stjörnuparinu

Ástin fölnaði hjá stjörnuparinu