fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018

Kolbrún Baldursdóttir: „Það var farið að renna upp fyrir mér að hann væri samkynhneigður“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 20. maí 2018 19:00

„Ég var farin að upplifa samband okkar eins og systkina frekar en hjóna“

Kolbrún Baldursdóttir hefur um árabil verið einn öflugasti málsvari barna. Sem starfandi sálfræðingur til 25 ára hefur hún unnið mikið með börnum sem eiga mjög bágt. Nú ætlar hún að að færa baráttuna gegn óréttlæti, mismunun og fátækt inn í sal borgarstjórnar sem oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Kolbrún var gift Vigni Jónssyni, sem kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður árið 1983. Kristinn hjá DV ræddi við Kolbrúnu og Vigni.

Þetta er brot úr löngu helgarviðtali við DV

„Viggi, þú ert hommi“

Kolbrún útskrifaðist úr Verslunarskólanum og Vignir úr Kennaraháskólanum og saman fluttu þau á Stokkseyri þar sem þau kenndu bæði í barnaskólanum. Vorið 1981 var Karen Áslaug skírð og gengu Kolbrún og Vignir í hjónaband.

„Brúðkaupið fór allt í vaskinn. Ég fékk hárgreiðslu eins og fermingarbarn, kakan var glerhörð og óæt og brúðarvöndurinn hrundi í sundur í miðri athöfn. Vignir hafði keypt sér hvíta skó sem voru svo þröngir að það blæddi úr hælnum á honum og hann varð haltur. Þetta var algjörlega misheppnað,“ segir Kolbrún og hlær.

Um það bil þremur árum síðar varð það æ ljósara að hjónabandið var ekki alveg eins og það átti að vera. Þau voru miklir vinir, sálufélagar og ræktuðu hlutverk sitt sem foreldrar dyggilega en samt vantaði eitthvað.

„Á þessum tíma sá ég ekki annað fyrir mér en að við myndum alltaf vera saman, sérstaklega af því að við áttum þetta yndislega barn. En þegar við fluttum til Reykjavíkur árið 1983 vorum við búin að uppgötva að hjónabandið gengi ekki og það var farið að renna upp fyrir mér að hann væri samkynhneigður. En það var ekkert talað um svona hluti á þessum tíma, þetta var algjört tabú. Það var erfitt að koma orðum að þessu en eitt kvöldið þegar við sem oftar sátum og spjölluðum sagði ég við hann: Viggi, þú ert hommi.“

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Afhjúpuðu nasistahóp innan þýsku lögreglunnar – Aðstoðaði hópurinn NSU við morð á innflytjendum?

Afhjúpuðu nasistahóp innan þýsku lögreglunnar – Aðstoðaði hópurinn NSU við morð á innflytjendum?
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Atvinnurekendur svartsýnir og spá fækkun starfa

Atvinnurekendur svartsýnir og spá fækkun starfa
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Bensín hækkar um rúmar 3 krónur um áramótin

Bensín hækkar um rúmar 3 krónur um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Ökumaður reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Ökumaður reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Kim skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Kim skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Móðir stóð frammi fyrir skelfilegri ákvörðun: Hringdi á lögreglu vegna sonarins og bjargaði líklega mörgum mannslífum

Móðir stóð frammi fyrir skelfilegri ákvörðun: Hringdi á lögreglu vegna sonarins og bjargaði líklega mörgum mannslífum
433
Fyrir 12 klukkutímum

Pepe gæti elt hina Portúgalana til Englands

Pepe gæti elt hina Portúgalana til Englands
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúleg augnablik fest á mynd – Þetta fólk átti örugglega verri dag en þú

Ótrúleg augnablik fest á mynd – Þetta fólk átti örugglega verri dag en þú