fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Með og á móti – Áfengisauglýsingar

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 7. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að áfengisauglýsingar auka ekki áfengisneyslu þegar á heildina er litið, heldur hafa fyrst og fremst áhrif á hvaða vörumerki fólk kaupir.

Í fyrsta lagi er það að leyfa auglýsingarnar ekki stórt lýðheilsumál, vegna þess að þetta bann heldur ekki neitt. Það er rugl að tala um áfengisauglýsingabann á Íslandi því það eru áfengisauglýsingar úti um allt. Þær má finna í tímaritum sem flutt eru til landsins og fylla hillur bókabúðanna. Það er ekkert gert í því enda erum við ekki með menn á landamærunum eins og í Sádi-Arabíu til að tússa yfir áfengisauglýsingar. Vörumerki áfengisframleiðenda má sjá í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum, það þekkja allir sem hafa horft á fótboltaleik. Svo í seinni tíð eru samfélagsmiðlarnir og vefmiðlar sem eru Íslendingum alveg jafn aðgengilegir og íslenskir vefmiðlar.

Í öðru lagi felur bannið í sér mismunun sem bitnar á innlendum fjölmiðlum og framleiðendum. Erlendu miðlarnir fá engar sektir eins og íslenskir miðlar sem eru taldir hafa birt áfengisauglýsingar. Erlendir áfengisframleiðendur eiga auðvelt með að halda sínum vörumerkjum að Íslendingum á meðan innlendir framleiðendur geta lent í sektum og málsóknum. Minni brugghús, sem eru vaxandi atvinnugrein hér á landi, eru sett í alveg ómögulega stöðu í markaðsmálum.

Í þriðja lagi gerir íslensk löggjöf ekki ráð fyrir að hér séu áfengisauglýsingar þótt þær séu úti um allt og þess vegna eru engar reglur um hvernig þær eigi að vera úr garði gerðar. Hvort þær megi beinast að börnum og unglingum o.s.frv. Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum samið ítarlegar siðareglur um áfengisauglýsingar sem okkar félagsmenn eru tilbúnir að undirgangast ef þetta bann verður afnumið. Þar er t.d. bannað að beina áfengisauglýsingum að börnum og unglingum, sem og bann við að upphefja áfengisneyslu eða að halda að fólki röngum upplýsingum um afleiðingar áfengisneyslu.

 

Á móti

Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum

Við í Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum nálgumst þetta frá allt öðru sjónarhorni, við setjum á oddinn velferðarsjónarmið barna og ungmenna, svo lýðheilsusjónarmið.  Ólafur segir að áfengisauglýsingar virki ekki og að áfengisneysla hafi aukist hér á landi þrátt fyrir bann við áfengisauglýsingum. Þar skautar hann yfir að það er búið að auglýsa áfengi ólöglega árum saman, þannig að hann er í hróplegri mótsögn við sjálfan sig. Fyrir utan það að áfengisauglýsingar virka, annars væru menn ekki að auglýsa. Við erum hissa á að fleiri brot hafi ekki verið kærð því það er búinn að vera mjög einbeittur brotavilji hjá íslenskum og erlendum áfengisframleiðendum.

Það er margsannað að áfengisauglýsingar virka eins og allar auglýsingar, þegar Ólafur segir að auglýsingar séu til að fá fólk til að skipta um tegund, það eru allir félagsvísindamenn búnir að hafna þessu fyrir lifandis löngu. Enda nefnir hann engar rannsóknir máli sínu til stuðnings. Áfengisauglýsingar virka og þess vegna hefur áfengisneysla aukist á undanförnum árum.

Áfengisauglýsingar eiga að vera bannaðar eins og sígarettuauglýsingar. Það vill enginn sígarettuauglýsingar nema þeir sem framleiða sígarettur. Hagsmunaaðilar tala um að það megi allt í útlöndum, það er vitleysa því mörg lönd eru með mjög aðhaldssamar reglur varðandi auglýsingar á viðkvæmum vörum eins og áfengi. Varðandi samfélagsmiðla, þá má ekki birta hvað sem er á Facebook.

Þetta er spurning um hvernig samfélagið vill mæta velferðarsjónarmiðum og æsku fólks. Börn eiga rétt á að vera laus við áfengisáróður og þeir sem eru í viðskiptum verða að virða þær reglur sem samfélagið hefur komið sér saman um. Í stað þess að brjóta þær ítrekað og komast nánast upp með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar