fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Gunnar Smári: „Á þessum tíma var ekki búið að brjóta múrinn og það gat enginn komið fram og sagst hafa verið beittur ofbeldi í Breiðavík“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 22. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson var um áratuga skeið einn þekktasti blaðamaður og ritstjóri landsins. Nú stendur hann í sporum sósíalistaleiðtogans og berst fyrir því að rödd alþýðunnar fái að heyrast í borgarmálunum. Lífsskoðanir hans hafa mótast af uppeldi í fátækt og alkóhólisma og hans eigin baráttu við kerfið og sjúkdóminn. Kristinn Haukur ræddi við Gunnar Smára um æskuna, stéttabaráttuna og hlutverk blaðamennskunnar.

Þetta er brot úr stóru viðtali úr helgarblaði DV

Ekki hægt að segja sögu Breiðavíkurdrengjanna

Hvað var það helsta sem þú og þín kynslóð gerðuð?

„Eftir á að hyggja held ég að við höfum ekki náð að byggja upp neina alvöru gagnrýni á meginstoðir samfélagsins. Okkar afrek voru frekar að hleypa í gegnum okkur röddum hópa sem höfðu verið kúgaðir og þaggaðir niður, þóttu ekki nógu fínir til að vera með á sviðinu. Við færðum fólk sem var á jaðrinum inn í umræðuna, fólk sem hafði orðið fyrir ofbeldi af ýmsu tagi, verið kúgað og misþyrmt af öðru fólki eða stofnunum samfélagsins, fólk sem hafði lifað við fordóma og þöggun. Þetta tímabil, frá um 1990 og fram að hruni, er náttúrlega tímabil „identity politics“ þar sem áherslan var ekki á grunngerð samfélagsins, stéttakúgun eða arðrán heldur á mannréttindabaráttu ólíkra hópa sem höfðu verið jaðar- og undirsettir áratugum og öldum saman.“

Sem dæmi um þetta nefnir Gunnar Breiðavíkurmálið svokallaða sem fjallað var um í Blaðinu og Kastljósi árið 2007 og snerist um gróft ofbeldi og kynferðislega misnotkun sem drengir á uppeldisheimilinu þar urðu fyrir á árunum 1953 til 1979.

„Við vorum alltaf með Breiðavík á verkefnalistanum á Pressunni í kringum 1990 en fundum ekki lausnina á því hvernig hægt var að fjalla um það. Ég hitti menn sem voru á Breiðavík og þeir sögðu mér frá þessari hrikalegu meðferð sem þeir voru beittir. En á þessum tíma var ekki búið að brjóta múrinn og það gat enginn komið fram og sagst hafa verið beittur ofbeldi í Breiðavík. Það fylgdi því svo mikil skömm að hafa verið kúgaður. Enginn vildi stíga fram undir nafni. Og við gátum ekki birt frásögn undir nafnleynd sem bar sakir á annað fólk án þess að finna aðra sjálfstæða heimild fyrir akkúrat sömu atvikum. En Breiðavík náði yfir svo langan tíma að þótt við töluðum við nokkra af þessum mönnum þá fundum við aldrei tvo sem gátu sagt frá sömu viðburðum. Þegar árin liðu komu hins vegar aðrir hópar út úr skápnum, til dæmis konur sem höfðu verið beittar ofbeldi, og þá færðust mörkin yfir hvað hægt var að segja og loks gátu Breiðavíkurdrengirnir stigið fram og sagt sína sögu. En þessi barátta, barátta hinna undirsettu og kúguðu, fór alla tíð fram á jaðarblöðunum, ekki í meginstraumsmiðlunum eða á valdastofnunum eins og Morgunblaðinu. Að baki einu viðtali í Mogganum við manneskju sem talar um kúgun og þöggun er vanalega áratuga vinna jaðarmiðlanna við að færa til mörkin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið