fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Vinkonur í Verzló: Framleiða Okkar pestó, ágóði mun renna til Barnaspítala Hringsins

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 31. mars 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Anna Katrín, Árný Anna, Elín Helga, Hildur Inga og Ísabella eru allar á tvítugsaldri og nemendur á lokaári í Versló og stefna þær á útskrift þann 26. maí næstkomandi. Í verkefni í frumkvöðlafræði ákváðu þær að vinna pestó frá grunni og ef ágóði verður af sölunni hyggjast þær gefa hann til Barnaspítala Hringsins.

„Við erum allar saman í bekk og á sömu braut, við erum á viðskiptahagfræðibraut og innan viðskiptasviðsins er frumkvöðlafræðin. Í rauninni heitir áfanginn sem við erum í þjóðhagfræði 313, en aftur á móti felur hann í sér þetta frábæra frumkvöðlaverkefni sem er skyldufag á viðskiptabraut,“ segir Elín Helga.

Hópurinn ásamt Pálinu kennara (lengst til vinstri), á kynningu.

Keppa á vörumessu í Smáralind í apríl

„Allir viðskipta- og hagfræðibekkirnir í skólanum taka þátt í þessu skemmtilega verkefni, en keppnin, sem verður haldin á Vörumessunni í Smáralind helgina 7.–8. apríl næstkomandi, verður stærri en hún hefur verið áður þar sem tveir árgangar frá Verzló taka þátt í henni.

Keppnin einkennist af miklum fjölbreytileika. Hún skiptist niður í ýmiss konar verðlaun, svo sem matarverðlaun, bestu framleiðslu, bestu lokaskýrsluna og svo framvegis. Til dæmis er eitt mjög flott verkefni úr okkar bekk sem heitir Stjörnuhiminn og er hönnunarvara. Einnig er mikið um sælkeravörur á borð við saltkaramellur, brjóstsykur og sleikjóa,“ segir Anna Katrín.

Elín Helga Lárusdóttir, Ísabella Jasonardóttir, Árný Anna Gísladóttir, Hildur Inga Hauksdóttir og Anna Katrín Stefánsdóttir.

Sjá sjálfar um allt framleiðsluferlið

Af hverju að velja að gera pestó, hvernig ákváðuð þið hvað þið vilduð gera og hvernig var framleiðsluferlið?

„Fyrirtækið Okkar pestó var ein af mörgum hugmyndum okkar í upphafi. Við vorum lengi að komast að niðurstöðu, þar sem við vorum með margar hugmyndir uppi á borði, en að lokum komumst við að því að pestó-hugmyndin var sú besta að okkar mati. Hugmyndin okkar spratt upp í matarhléi þegar Árný kom með pasta með heimagerðu pestó mömmu sinnar í nesti og lyktin fangaði athygli vinahópsins og allir vildu smakka. Eftir að hafa borið hugmyndina upp við þó nokkra, voru margir sem sýndu mikinn áhuga og hvöttu okkur áfram með framleiðsluna.

Við sjáum sjálfar um allt framleiðsluferlið. Við byrjum með tóma krukku og endum með fullunna vöru. Við vinnum að framleiðslu vörunnar í löggiltu og vottuðu eldhúsi. Við kaupum inn þá framleiðsluþætti sem þarf til gerðar vörunnar. Við vorum með uppskrift að pestó í höndunum sem við unnum með og gerðum að Okkar pestó. Umbúðirnar og útlit skipta okkur miklu máli og við sáum að mestu leyti um það sjálfar, en fengum hins vegar Prentmet til þess að aðstoða okkur við hönnun vörumerkisins,“ segir Hildur Inga.

Hluti af hráefnunum í græna pestóið.

Okkar pestó sló í gegn á Facebook-síðu

„Við höfum verið duglegar að auglýsa vöruna á samfélagsmiðlum. Nýlega bjuggum við til Facebook-síðu sem sló virkilega í gegn, en þar setjum við inn upplýsingar sem tengjast framleiðsluferlinu og hvernig fólk getur nálgast vöruna. Einnig erum við með Instagram-síðu þar sem við leyfum fólki að fylgjast með á myndformi. Viðtökurnar hafa verið frábærar, og við erum ótrúlega ánægðar með þær,“ segir Ísabella.

Vinkonurnar ætla allar nema ein beint í háskólanám Verzló. Anna Katrín er ekki ákveðin með hvaða nám hún ætlar í, en stefnir líka á að læra frönskuna betur. Elínu Helgu langar að verða endurskoðandi og stefnir á viðskiptafræði og síðan meistaranám í endurskoðun og reikningshaldi. Hildur Inga segir að viðskipta- eða hagfræðinámið í HR heilli mest og frumkvöðlaáfanginn hafi vakið áhuga hennar á fyrirtækjarekstri. Ísabella stefnir á rekstrarhagfræði í HR. Árný Anna ætlar hins vegar að taka sér árs hlé frá námi og flytur til Svíþjóðar í lok sumars og verður au pair hjá frænku sinni. „Hún og maðurinn hennar eru bæði læknar og með þrjú lítil börn, svo það er nóg að gera hjá þeim og verður mikil breyting fyrir þau að fá mig út til sín. Ég stefni á að læra sænsku og sálfræðin heillar mig mikið.“

Okkar Pestó, varan okkar fullunnin.

Ætlið þið að halda áfram með Okkar pestó, jafnvel þróa hugmyndina frekar?

„Eins og er höfum við ekkert ákveðið hvort við ætlum að halda áfram með fyrirtækið eftir menntaskóla. Til að byrja með ætlum við bara að njóta þess að vera í þessum áfanga og sjá hvert hann leiðir okkur. Ef þetta gengur rosalega vel þá væri það alveg tilvalið að halda áfram með þetta, þar sem okkur finnst þetta vera virkilega skemmtilegt og við náum mjög vel saman,“ segir Árný Anna. „Ef ágóði verður af sölunni, höfum við hugsað okkur að gefa hann til Barnaspítala Hringsins.“

Vinkonurnar stunda ekki bara námið, heldur eru ýmist að vinna með og/eða æfa íþróttir.
Anna Katrín: „Ég æfi handbolta með íþróttafélaginu Gróttu. Einnig vinn ég í heilsuræktarstöðinni World Class á Seltjarnarnesi.“
Elín Helga: „Ég stunda handbolta af krafti með íþróttafélaginu Val. Jafnframt tek ég að mér vaktir í versluninni Cintamani þegar tími gefst.“
Hildur Inga: „Ég vinn vaktir í símaverinu á Domino’s. Ég er mikið náttúrubarn og nýt þess mikið að fara í göngutúra í Elliðaárdalnum, auk þess reyni ég að stunda líkamsrækt þegar tími gefst til.“
Ísabella: „Ég er í 40% vinnu með náminu í blómabúðinni Burkna sem er í Hafnarfirði. Einnig reyni ég að mæta á æfingar hjá World Class fimm sinnum í viku.“
Árný Anna: „Ég vinn í Rammagerðinni á Skólavörðustíg með skólanum, en ég vinn aðra hverja helgi og svo einn virkan dag í viku. Ég reyni einnig að vera dugleg að hreyfa mig og mæta í ræktina nokkrum sinnum í viku.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“