fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Með og á móti – Frítt í strætó

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. mars 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík

Það sem við í Framsóknarflokknum í Reykjavík bendum á er að þetta hefur reynst vel á Akureyri. Akureyringar þrefölduðu farþegafjölda í strætó á árunum 2007–2010 eftir að frítt varð í strætó. Það þurfa að fylgja auka 1,9 milljarðar með í rekstur Strætó á höfuðborgarsvæðinu til þess að þetta gangi upp, sem yrði þá fjármagnað af sveitarfélögunum og jafnvel með aðkomu ríkisins. Það sem sparast á móti eru dýr umferðarmannvirki ef tilraunin gengur upp.

Ef tilraunin sparar ferðatíma fólks um 10 mínútur á dag fyrir 60.000 manns þá sparar það 10.000 vinnustundir á dag. 10.000 vinnustundir sinnum 2.000 krónur á tímann (sem er hóflegt tímakaup) gerir 20 milljónir króna í sparnað á dag. Margfaldað með 240 vinnudögum gerir það 4,8 milljarða króna í tímasparnað á ári.

Þessi tilraun upp á 1,9 milljarða sem við leggjum til er mun ódýrari en Borgarlínan. Borgarlínan mun kosta a.m.k. 70 milljarða sem verða teknir að láni. Vaxtakostnaðurinn af 70 milljörðum er 3,5 milljarðar á ári ef miðað er við 5% vexti. Svo er þetta umhverfismál einnig þar sem bílaumferð og mengun munu væntanlega minnka ef frítt er í strætó. Þetta er tilraunarinnar virði segjum við.


Á móti

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur

Þetta er umræða sem skýtur upp kollinum öðru hverju. Það er ókeypis í strætó á Akureyri en eftir því sem ég best veit er hann ekki mikið notaður. Ég las áhugaverðar fréttir í þýskum blöðum um að ríkisstjórn Þýskalands henti út þeirri hugmynd að hafa tilraunaverkefni í nokkrum þýskum borgum að hafa ókeypis almenningssamgöngur til að minnka koltvíoxíðlosun í landinu.

Það var svo þýskt blað sem gerði könnun á því meðal nokkur hundruð manns sem fara alltaf á bíl og þeir spurðir „ef það er ókeypis í strætó, muntu þá hætta að keyra alltaf á milli á bíl og taka strætó?“, þeir sögðu nánast allir nei. Vegna þess að það er ekki verðið sem veldur því að við kjósum að fara á bíl heldur að bíllinn er fljótari og þægilegri.

Ef við gerum almenningssamgöngurnar þannig að þær verði bæði þægilegri og fljótlegri en að fara á bíl þá munum við nota strætó. Við væntum þess að verðið verði hóflegt, en verðið skiptir mjög litlu máli. Þannig að hugmyndin, að allir muni fara í strætó ef það er ókeypis, hún stenst ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu