fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Biggi lögga: „Við máttum ekki líta á hvort annað og ekki tala“

Börn sett í óeðlilegar aðstæður – Mistök eru nauðsynlegt ferli þroska

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. mars 2018 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var lokaður inni í herbergi með um tuttugu öðrum. Við máttum ekki líta á hvort annað og ekki tala. Fyrir framan okkur var vörður sem fylgdist með því að við myndum ekki brjóta neinar reglur. Þögnin var þrúgandi. Fram undan var klukkutími þar sem allt var lagt undir. Mistök gátu þýtt að vinna síðustu mánaða var til einskis. Tikk, takk, tikk, takk. „Þið megið byrja“.“

Þannig hefst pistill eftir Birgi Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga. Þar fjallar Biggi lögga um skólakerfið og gagnrýnir harðlega að samræmd próf séu nýtt til að skera úr um mannkosti ungs fólks. Um er að ræða aðeins þrjú fög, íslensku, stærðfræði og ensku. Eins og Magnús Guðmundsson bendir á í Fréttablaðinu í gær sendir þetta þau skilaboð til unglinganna að þetta séu fögin sem skipta mestu máli. Biggi lögga segir:

„Þessar aðstæður eru fullkomlega óeðlilegar. Samt setjum við börnin okkar reglulega í þessar aðstæður. Fyrir okkur sem þurftum að burðast í gegnum skólann með hluti eins og kvíðaröskun voru þessar aðstæður hreinn viðbjóður. Ég man vel eftir því að sitja með svimatilfinningu og ógleði, horfandi á þokukennt blaðið fyrir framan mig og hurðina til skiptis, veltandi því fyrir mér hvort ég gæti flúið. Losnað úr þessum aðstæðum. Magnað að maður hafi náð að hlunkast tiltölulega litið skemmdur í gegnum öll þessi skólaár. Það tók mig að vísu næstum því tuttugu ár að byggja upp vilja og kjark til að fara í háskóla. En það hafðist.“

Segir Biggi að það sé löngu kominn tími til að skólakerfið og prófin séu endurskoðuð. „Uppbygging skólakerfisins álítur það mikilvægara að kunna að taka próf heldur en að kunna að vera virkur samfélagsþegn sem kann að nýta sína styrkleika. Hver kannast ekki við nemandann sem spyr reglulega „kemur þetta á prófi?“? Það eru kerfisfræðingar skólakerfisins.“

Þá segir Biggi lögga:

„Mistök eru nauðsynlegt ferli þroska. Þeir sem hafa komist hvað lengst í lífinu eiga það flestir sameiginlegt að hafa klesst á veggi og gert stór mistök. Óttinn við að mistakast festir okkur í hjólförum sem eru kannski örugg en koma okkur sjálfum og samfélaginu í raun ekki að þeim stað sem við gætum farið. Óttinn við mistök er handbremsa á okkar eigin þroska og hamlandi fyrir framþróun samfélagsins. Þess vegna er eitthvað svo rangt við það að skólakerfið ali á þessum ótta. Próf ala á ótta við að taka áhættu og hugsa sjálfstætt.“

Biggi lögga bætir við á öðrum stað:

„Við skulum nota tækifærið og henda þessum samræmdu prófum út í hafsauga. Svo skulum við uppfæra forritið í höfðinu á okkur sjálfum. Í þeirri uppfærslu er okkar eigin hugur og skortur á ímyndunarafli hættulegasti vírusinn. Menntun 2018 er tilbúin fyrir uppfærslu. Download.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“