fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Íslandi spáð síðasta sæti í Eurovision

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Þriðjudaginn 13. mars 2018 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimasíðan Eurovisionworld.com hefur tekið saman niðurstöður fjórtán veðbanka og hvaða líkur þeir gefa hverju landi á sigri í keppninni. Ísland þykir ekki líklegt til sigurs því í samantektinni lendum við í 43. sæti, því neðsta.

Ísrael trónir á toppnum hjá veðbönkunum, en þeir senda hina litríku Netta Barzilai með lagið „Toy“. Þar á eftir spá veðbankar Eistlandi öðru sætinu og Tékklandi því þriðja. Eurovision verður haldið 63. sinn í ár Lissabon í Portúgal þann 8. til 12. maí eftir að Portúgalinn Salvador Sobral söng sig í hjörtu áhorfenda með laginu „Amar pelos dois“ í fyrra.

Hann hefur átt við mikla heilsubresti að stríða og var vart hugað líf í kjölfar keppninnar. Hefði sú staða þá í fyrsta sinn komið upp að sigurvegari ársins á undan myndi ekki geta sungið sigurlag sitt á sviðinu í heimalandinu, en Salvador gekkst undir hjartaígræðslu 9. desember sem heppnaðist vel og verður því að öllum líkindum sviðinu á Lissabon núna í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar