fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fókus

Sjáðu Super Bowl auglýsingarnar 2018: 30 sekúndur kosta 600 milljónir

Stjörnurnar auglýsa bíla, bjór, bíó og sjónvarpsþætti

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 10:00

Stærsti íþróttaviðburður ársins fer fram í kvöld, þegar New England Patriots mæta Philadelphia Eagles leiknum um Super Bowl eða Ofurskálina. En þrátt fyrir að áhangendur liðanna og áhorfendur bíði spenntir eftir hver vinni leikinn, þá er það ekki bara hann sem fær pláss og athygli á sjónvarpsskjáum um allan heim.

Hægt er að horfa á leikinn á nokkrum stöðum í Reykjavík, sem ýmist eru með leyfi til að hafa opið til klukkan fjögur um nóttina: American Bar, Dubliner, Keiluhöllinni Egilshöll og Lebowski bar, eða til klukkan 04.30: Bjarni Fel, Enski barinn, Ægisgarður og Ölver.

Auglýsendur keppa um athygli áhorfenda og verður umfangið og tekjurnar í kringum þær meiri ár frá ári. Í ár er áætlað að um 100 milljón áhorfendur fylgist með keppninni og heildartekjur auglýsinga eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, en kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu kostar um 600 milljónir króna.

Auglýsingarnar í ár eru fjölmargar og hér eru nokkrar þeirra.

Fimm með mesta athygli fyrir leikinn

Þessar fimm hafa vakið mesta athygli á samfélagsmiðlum fyrir leikinn, samkvæmt iSpot.tv, sem byggir niðurstöðurnar á deilingum og athugasemdum á Facebook, Twitter og YouTube.

Mæm söngkeppni Pepsi
PepsiCo auglýsir Doritos og Mountain Dew með söngkeppni, þar sem Peter Dinklage og Busta Thymes mæma fyrir Doritos, á móti Morgan Freeman og Missy Elliot sem mæma fyrir Mountain Dew.

Kitla fyrir nýjan þátt This Is US
Strax að leik loknum sýnir NBC nýjasta þáttinn af This Is Us, aðdáendur þáttanna eru þegar búnir að vinda vasaklútinn eftir áhorf stiklunnar, sem lofar að þátturinn muni svara öllum spurningum aðdáenda.

Alexa – prufur staðgengla
Cardi B, Gordon Ramsey, Rebel Wilson og Anthony Hopkins gera sitt besta til að leysa stafræna aðstoðarmanninn Alexa af hólmi.

Vatnið leysir bjórinn af
Super Bowl öldungurinn Budweiser spilar á hjartastrengi þjóðerniskenndarinnar og sýnir hvernig fyrirtækið brást við þegar náttúruhamfarir dundu yfir á síðasta ári og fórnarlömbum var fært vatn í stað öls.

Stjörnuprýddar stiklur
Nokkrar stiklur með úrvali ástralskra leikara auglýsa plat-endurgerð kvikmyndarinnar Crocodile Dundee. Ekki er ljóst hvaða fyrirtæki ber ábyrgð á auglýsingunni, sem Hugh Jackman, Margot Robbie, Chris Hemsworth og fleiri koma fram í, en getgátur hafa verið um að Tourism Australia beri ábyrgð á þeim og auglýsing verði sýnd á sjálfum leiknum, það hefur þó ekki fengist staðfest. Stiklurnar má sjá hér

Nokkrar fyrir bílaunnendur

Rokkarinn Steven Tyler snýr aftur til fortíðar undir stýrinu á Kia Stinger.

Chadvick Boseman og Leticia Wright endurtaka hlutverk sín í Black Panther og rúnta um á nýjustu útgáfu Lexus.

Nokkrar fyrir bragðlaukana

Grínistar kenna okkur að blanda saman Pringles flögunum bragðgóðu.

Keppinautarnir Coca Cola og PepsiCo eru að sjálfsögðu með auglýsingar. Coca Cola fagnar gosunnendum um heim allan, meðan PepsiCo rifjar upp nokkrar af eldri og vinsælustu auglýsingum sínum og kostar einnig sýninguna í leikhléi.

Wendy´s skýtur föstum skotum á hamborgarakeppinautinn McDonald´s sem ennþá hefur ekki gefið út hvort að auglýsing frá þeim sé með í ár.

Danny DeVito er M&M í mannsmynd.

Matt Damon kynnir til leiks góðgerðarsamstarf Stella Artois og Water.org.

Guardians of the Galaxy stjarnan, Chris Pratt, auglýsir Michelob Ultra í tveimur auglýsingum.

Nýliðinn Kraft tekur alveg nýjan snúning og hyggst sýna auglýsa með alvöru fólki, fjölskyldunum sem horfa á leikinn á sunnudag.

Nokkrar fyrir sjónvarpsþáttaaðdáendur

Hulu auglýsir þætti framleiðandans J. J. Abrams, sem blanda saman fjölmörgum sögupersónum og atvikum úr hugarheimi og bókum Stephen King.

Amazon Studios auglýsir í fyrsta sinn á Super Bowl nýja þætti byggða á bókum Tom Clancy um njósnarann Jack Ryan.

Nokkrar fyrir tækjaglaða

Símafyrirtækin auglýsa þjónustu sína. Sprint notar gervigreind og róbóta í anda Westworld sjónvarpsþáttanna. T-Mobile fékk aðalleikkonu Scandal þáttana, Kerry Washington, til liðs við sig og Verizon hefur staðfest að þeir eru með auglýsingu. Seinni tvær eru þó ekki komnar í loftið.

Þetta er aðeins hluti af auglýsingaflóðinu sem fylgja mun Super Bowl í ár því þann 2. febrúar höfðu 45 auglýsingar verið staðfestar og má búast við að nokkrar bætist í hópinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ótrúleg breyting á Atla Fannari: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ótrúleg breyting á Atla Fannari: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn
Fókus
Í gær

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér
Fókus
Í gær

Átökin á Norður-Írlandi

Átökin á Norður-Írlandi
Fókus
Í gær

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn fundu beinagrind við Faxaskjól

Börn fundu beinagrind við Faxaskjól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Plastskeiðar og búningaveisla – Aðdáendahátíð tileinkuð einni bestu verstu mynd allra tíma

Plastskeiðar og búningaveisla – Aðdáendahátíð tileinkuð einni bestu verstu mynd allra tíma