fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fókus

Elsta jólagjöf Bergþórs

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. desember 2018 19:00

Hver er elsta jólagjöfin sem þú átt?

„Ég held að það séu rúmföt sem ég fékk frá mömmu og pabba þegar ég var unglingur. Ég hafði sagt mömmu að mig langaði svo í dökkblá rúmföt. Þetta var þegar úrvalið var lítið og ég er svo skrýtinn að ég vil eiginlega alltaf vera öðruvísi en aðrir. Mamma skellti sér auðvitað í að sauma, án þess að ég vissi af. Á Þorláksmessu gekk ég óvart inn í þvottahús, þar sem pabbi var að strauja þau. Ég mátti hafa mig allan við að taka ekki eftir neinu, sneri við á sekúndubroti og þóttist ekkert vita. Það heppnaðist ágætlega og tilhlökkunin eftir jólunum varð ekkert minni. Þó að þessi rúmföt séu orðin dálítið lúin mörgum áratugum síðar, fæ ég alltaf yl í hjartað, af því að þau minna mig á samvinnu mömmu og pabba við að gleðja mig.“

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“

Leikdómur: Rejúníon- „Marglaga verk um lífið“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Ég myndi aldrei borða KFC á aðfangadag“

Berglind Festival fer yfir jólaundirbúninginn – „Ég myndi aldrei borða KFC á aðfangadag“
Fókus
Í gær

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018
Fókus
Í gær

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“
Fókus
Í gær

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST
Fókus
Í gær

Frækileg fjölgun frægra á árinu

Frækileg fjölgun frægra á árinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elsta jólagjöf Þórunnar

Elsta jólagjöf Þórunnar