fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Fyrrverandi rokkstjarna afhjúpar málverk af prinsi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málverk Kasper Eistrup af Friðriki krónprinsi Dana var afhjúpað í Frederiksborg kastala á föstudag.

Kasper Eistrup er vel þekktur sem söngvari rokksveitarinnar Kashmir, hann er hins vegar eins og sjá má líka góður málari og í dag er myndlistin hans lifibrauð.

Myndin af Friðriki er hluti af nýrri sýningu með verkum Eistrup, sem opnaði á laugardag í National History Museum í Danmörku.

Kasper Eistrup á vinnustofu sinni á Vesterbro.

Eistrup hitti krónprinsinn nokkrum sinnum á meðan á ferlinu stóð og segir það hafa verið nauðsynlegt til að kynnast viðfangsefninu. „Ég vildi kynnast persónuleika hans. Og það tókst, það fór mjög vel á með okkur. Hann kom nokkrum sinnum á vinnustofuna til mín án þess að gera boð á undan sér til að sjá hvernig verkinu miðaði áfram,“ segir Eistrup og bætir við að hann hafi spurt hann hvaða framtíðardrauma prins hefur.

„Ég ætla ekki út í smáatriði en samræður okkar hjálpuðu mér að komast að ýmsu sem við höfðum ekki hugmynd um áður hjá Friðriki.“

Rokksveitin Kashmir hætti árið 2014 og í kjölfar þess fór Eistrup að vinna að fullu að málaralistinni og hefur hann þegar haldið nokkrar sýningar.

„Ég hef frá því ég man eftir mér haft þörf fyrir að segja frá. Skrifa eitthvað, búa til myndasögur, smásögur eða sambærilegt. Og þegar ég var lítill sagði ég mömmu að ég ætlaði að verða listamaður þegar ég yrði stór.“

Eistrup líkir myndlistinni við að búa nýja plötu, án hljóðs og tónlistar. „Þetta eru mínar hugmyndir og hugsanir sem eru færðar í útgáfuform.“

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur