fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Fókus

Valgarður tók að sér að sprauta grænlenska áhöfn: „Fína fólkið fraus og allt í einu sá ég að lögreglan var að koma“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 13:00

Myndlistarmaður Starfar hjá Tolla Morthens.

Listamaðurinn Valgarður Bragason hefur nú nýlokið við sýningu í Gallerý Port. Hann er í dag tveggja barna einstæður faðir og er þakklátur fyrir hvern dag enda hefur hann upplifað margt á sinni ævi. Æska hans var erfið bæði vegna aðstæðna á heimilinu og í Landakotsskóla var hann beittur grófu ofbeldi, andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Snemma ánetjaðist hann morfínskyldum lyfjum og um tíma var hann hætt kominn vegna neyslunnar. DV ræddi við Valgarð um ævi hans og raunir.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

 

Dauðinn alltaf nálægur

Heimur sprautufíkla er fjarlægur og illskiljanlegur flestum öðrum en þeim sem hafa lifað í honum. Valgarður hefur séð neyðina og hörkuna með eigin augum.

„Ungar konur, innan við tvítugt, geta alltaf farið til sölumannsins þótt þær eigi engan pening. Þá hringir hann í einhvern gæja sem kemur, sefur hjá henni og borgar sölumanninum fyrir skammtinn hennar. Þetta sá ég oft í greninu og er með því ógeðfelldasta sem kemur fyrir þessar ungu konur. Þeir sem keyptu voru oft í efri lögum þjóðfélagsins, til dæmis lögfræðingar eða þekktir embættismenn. Ungir karlar í þessari neyslu geta sjaldnast selt sig þannig að þeir brjótast inn og ræna.“

Er dauðinn ekki alltaf nálægur í þessum heimi?

„Jú, það hafa mjög margir sem voru í kringum mig farið. Ég ætti að vera einn af þeim og ég skil ekki alveg af hverju ég er hérna enn. Síðan ég fór í meðferð 21 árs gamall hef ég verið samanlagt átta ár í neyslu af 26 árum. Nú hef ég verið edrú í þrjú ár samfleytt. Ég hef nokkrum sinnum verið tæpur og tvisvar endað á bráðamóttökunni. Stundum hef ég orðið veikur en harkað af mér. Almennt var ég samt talinn kunna á efnin og var ráðinn í partí til að „kokka“ fyrir gesti.“

Valgarður segir að eitt af því sem einkennir heim morfínfíkla sé hnignun gilda. Hann segir:

„Maður hefur prinsipp í þessu rugli. Til dæmis að sprauta sig ekki. Svo ferð það. Þá kemur maður upp prinsippi um að sprauta ekki aðra. Svo fer það. Þá kemur maður kannski upp því prinsippi að ræna ekki sölumanninn. Á endanum fellur þetta allt saman.“

 

Kokkað fyrir Grænlendinga

Valgarður minnist sérstaklega atviks sem átti sér stað á ónefndu hóteli í Reykjavík þegar hann var ráðinn til að kokka og sprauta átta skipverja af grænlenskum togara.

„Þeir reykja stanslaust hass á meðan þeir eru úti á sjó og þegar þeir koma í land, eftir kannski þrjá mánuði þá vilja þeir fá sterkari efni. Á þessum tíma var ég á mínum lægsta punkti og tók verkið að mér. Ég var hins vegar sjálfur orðinn svo ruglaður af neyslu að ég klúðraði þessu og gaf þeim of mikið. Þá urðu þeir mjög veikir. Þá fór ég úr öllu nema nærbrókinni og gekk niður í anddyri þar sem var stór bar og pantaði mér mojito, allur útstunginn og hræðilegur. Fína fólkið fraus og allt í einu sá ég að lögreglan var að koma. Ég komst inn á herbergi og byrjaði að sturta dópinu niður klósettið þegar lögreglan braust inn og handtók okkur alla. Við biðum í haldi fyrir utan hótelið þangað til maður frá útgerðinni kom. Eftir að hann var búinn að tala við lögreglumennina kom hann til okkar og sagði okkur að koma okkur í burtu. Eftir þetta atvik rankaði ég við mér og fór til Svíþjóðar í meðferð. Ég þurfti að flýja land því að ég var orðinn eftirlýstur í undirheimunum út af þessu klúðri.“

Hvað hefur yfirleitt valdið því að þú fellur?

„Aðallega að ég hef misst sjónar á boltanum. Ég þarf alltaf að vera meðvitaður um að halda mér hreinum. Þetta er mjög einfalt mál í rauninni og aðeins tvær leiðir í boði. Fólk í kringum mig er líka meðvitað um þetta og spyr mig ef ég er farinn að verða eitthvað skrýtinn.“

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Iceland Open líkamsræktarmótið komið til að vera – Fjöldi manns í höllinni – Sjáðu myndirnar

Iceland Open líkamsræktarmótið komið til að vera – Fjöldi manns í höllinni – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar missti foreldra sína ungur: Dauðinn nálægur í grípandi og hnyttnum smásögum

Gunnar missti foreldra sína ungur: Dauðinn nálægur í grípandi og hnyttnum smásögum
Fókus
Í gær

Goldie Hawn og Kurt Russell sitja fyrir á Jólamynd ársins – „Hélt ég myndi aldrei sofa hjá Jóla“

Goldie Hawn og Kurt Russell sitja fyrir á Jólamynd ársins – „Hélt ég myndi aldrei sofa hjá Jóla“
Fókus
Í gær

Ragga nagli – „Ekki leyfa Ekki-nógunni“ að sigra enn eitt árið“

Ragga nagli – „Ekki leyfa Ekki-nógunni“ að sigra enn eitt árið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sif Sigmarsdóttir er stoltur femínisti: „Klaustursmálið sýnir okkur að kvenfyrirlitning fær ennþá að þrífast í skuggunum“

Sif Sigmarsdóttir er stoltur femínisti: „Klaustursmálið sýnir okkur að kvenfyrirlitning fær ennþá að þrífast í skuggunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnaðar myndir frá fimmta áratugnum – Sjáðu hvernig Reykjavík hefur breyst – Veist þú hvar þessar myndir voru teknar?

Magnaðar myndir frá fimmta áratugnum – Sjáðu hvernig Reykjavík hefur breyst – Veist þú hvar þessar myndir voru teknar?