fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Hörður Torfason: „Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. október 2018 21:00

Tónlistarmaður Miðasalan hrundi eftir mótmælin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að bankarnir hrundu haustið 2008 og hrikti í stoðum samfélagsins, steig einn maður fram og skipulagði mótmæli fyrir utan þinghúsið á Austurvelli. Sá maður var Hörður Torfason, söngvaskáld og þekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra. Í fimm mánuði stýrði hann fundum þar til stjórnin féll og boðað var til kosninga. Hörður hefur nú gefið út minningar sínar frá þessum tíma með það markmið að miðla af reynslu sinni til komandi kynslóða. Hörður ræddi við DV um þessa átakatíma.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

 

Samtökunum ’78 var rænt

Víkur nú samtalinu frá hruninu og mótmælunum og að stöðu samkynhneigðra á Íslandi í dag. Hörður var aðalstofnandi og driffjöður Samtakanna ’78 og virkur í starfi þeirra til ársins 1993. Á þeim tíma voru samkynhneigðir að byrja að koma út úr skápnum en mættu þó enn miklum fordómum. Síðan þá hefur ástandið breyst mjög mikið og samkynhneigð almennt viðurkenndari nema hjá þröngum hópi. Hörður hefur hins vegar áhyggjur af stöðu samtakanna sem hann stofnaði.

„Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því að þetta er rekið með opinberu fé.“

Fyrir tveimur árum spruttu upp miklar deilur í samtökunum í tengslum við aðild BDSM félags Íslands. Ekki væri hægt að líkja baráttu BDSM-fólks við baráttu samkynhneigðra. Vildu margir meina að um fjandsamlega yfirtöku væri að ræða og rifu meðlimaskírteini sín.

„Við vorum búin að byggja samtökin upp en síðan var þeim rænt af okkur. En hvert félag er í raun ekki annað en fólkið sem þar situr og það fólk hefur oft valið sér misgóða stjórnendur sem hafa gert mistök. Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“

Varðandi stöðu samkynhneigðra almennt segir Hörður Ísland á góðum stað og að kúvending hafi átt sér stað frá árinu 1975.

Verður hinn venjulegi samkynhneigði maður fyrir fordómum í dag?

„Nei, varla meira en hver annar. Allar manneskjur lenda í því að verða ekki rétt skildar á einhverjum tímapunkti en ég sé ekki að fólk verði fyrir sérstökum fordómum í dag vegna samkynhneigðar. Frekar transfólk og slíkir hópar. Þar er enn verið að víkka út hugtökin og velta steinum í samfélaginu.“

Telur þú að ykkar barátta á síðustu öld hafi rutt veginn fyrir þessa hópa?

„Það gefur auga leið. Við vorum kallaðir alls konar ljótum orðum; kynvillingar, aftaníhossar, bakarar og fleira. Ég byrjaði að kalla mig homma sem var þá talið ljótt orð, síðan varð orðið samkynhneigður til. Tungumálið bergmálar allt ástandið. Í staðinn fyrir örfá ljót orð eru komin ótal vel meinandi og rétt lýsandi orð og margir flokkar yfir afbrigði tilfinningalífsins. Þetta sýnir glöggt þá miklu breytingu sem hefur átt sér stað.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina