fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Pink stöðvaði tónleika til að faðma aðdáanda – Móðir Leuh lést áður en hún náði að sjá Pink á tónleikum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leah Murphy sem búsett er í Townsville Ástralíu fór á tónleika Pink í Brisbane í síðasta mánuði. Murphy tók með sér skilti sem á stóð „Ég heiti Leah, ég er 14 ára. Ég missti mömmu mína í síðasta mánuði. Ég væri til í knús, takk!“

Það var frænka hennar, Katrina Donkin, sem útbjó skiltið en hún vonaðist til að það yrði til að vekja athygli söngkonunnar. Donkin sagði í viðtali við CBS að hún hefði spammað Pink, dansara hennar og alla sem hún gat fundið á samfélagsmiðlum til biðja þau um að senda hjartnæm skilaboð til Murphy.

En enginn svaraði, þannig að hún ákvað að útbúa og mæta með skiltið. „Við missum ekki hvort að eitthvað myndi gerast, en héldum skiltinu hátt á lofti í von um að Pink myndi sjá það“ Og þökk sé áhorfendum í kringum þær þá gerðist akkúrat það.

„Ókunnugir í mannfjöldanum tóku skiltið og veifuðu því stöðugt í hvert sinn sem Pink horfði í átt til okkar. Þangað til hún pírði augun; „Ok hvað er þetta?“

Mannfjöldinn lét þá skiltið ganga upp á svið til Pink. Eftir að hún var búin að lesa það, steig hún niður af sviðinu til að finna Murphy.

Gaf hún Murphy innilegt faðmlag. „Pink sagði við hana; þú ert falleg, ekki gráta, þetta verður allt í lagi. Leah sagði Pink hvað mamma hennar hefði haldið upp á hana.“

Pink og Murphy tóku sjálfur og myndir áður en söngkonan steig aftur upp á svið til að klára tónleikana.

Segir Donkin að þó að atvikið hafi ekki tekið langan tíma, þá muni það lifa lengi með Murphy. „Hún var svo niðurbrotin, en eftir tónleikana þá getur hún ekki hætt að brosa og syngja.“


Áður en móðir Leuh, Debbie Murphy, lést var hún búin að kaupa miða á tónleika Pink og ætlaði að fara með vinkonu sinni, enda var Debbie mikill aðdáandi söngkonunnar.

„Þegar Debbie var búin að ákveða að fara á tónleikana, var hún vön að dansa um með Leah með tónlist Pink í botni. Debbie elskaði að dansa meira en allt.“

Debbie lést þó áður en að tónleikunum kom og því ætlaði Leah að fara í hennar stað.

Pink frestaði tónleikunum í Sidney vegna veikinda. Þannig að Donkin keypti miða handa Leah á sýninguna í Brisbane. Og sem betur fer var heilsa Pink betri og tónleikarnir ógleymanlegir fyrir Leuh.

„Ég held að hún Debbie hafi skipulagt þetta allt og sent dóttur sinni faðmlag frá himnaríki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar