fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Fyrst kvenna til þess að synda Grettissundið: Syndir öðru sinni til að semja frið við eyjuna

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grettissundið hefur í gegnum tíðina þótt gríðarmikið afrek. Það er nefnt eftir Gretti Ásmundarsyni, sem kallaður var Grettir sterki, eftir að hann synti frá Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd í árdaga Íslandsbyggðar. Sundið er um 7,1 kílómetra langt og samkvæmt opinberum skrám hafa sjö einstaklingar þreytt þessa miklu þrekraun og lokið sundinu.

Hin skoskættaða Sara Jóna Emily Caird er fyrsta konan til þess að synda Grettissundið og stefnir að því að endurtaka leikinn á næstunni. Sara er búsett á Innstalandi í Skagafirði og gengst við því að vera sundgarpur. Þann 15. ágúst árið 2009 tókst hún fyrst á við þá miklu raun að leggja í sundið fræga.

„Þetta kom þannig til að ég spurði sjálfa mig hvað mér þætti leiðinlegt,“ segir Sara. „Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að hversdagsleikinn þykir mér langleiðinlegastur. Drifkraftur minn með þetta sund var að gera eitthvað óvenjulegt. Engin kona hafði verið nógu klikkuð til þess að prófa þetta sund. Ég vildi kanna hversu sterk ég væri og gera eitthvað sem ég væri stolt af.“

Sara kláraði sundið á rúmum þremur klukkustundum og synti einungis í bikiníi í gríðarlegu roki að hennar sögn. Hún fann fyrir örlítilli óttatilfinningu þegar hún sá hvernig viðraði en hét því, þegar hún mætti á upphafsstaðinn, að sama hvað gerðist þá myndi hún ekki láta það stöðva sig. „Það kom ekki til greina að hætta við og ég hugsaði: „ég ætla að synda þetta eða deyja á leiðinni“,“ segir Sara. „Ég er svo mikil áhugamanneskja um íslenskar þjóðhetjur og ég leit á það sem mikinn heiður að geta klárað sömu leið og Grettir sterki.“

Tæplega ári síðar – þann 14. ágúst 2010 – ákvað Sara að taka áskorunina skrefinu lengra og synti Drangeyjarsundið. Hið síðarnefnda er aðeins styttra, um tæplega 6,6 kílómetrar og þar er lagt af stað frá fjörunni sunnan megin við Drangey. Sara kláraði Drangeyjarsundið á tveimur klukkustundum og fjörtíu og fimm mínútum.

Sara telur þó að Grettissundið hafi verið töluvert auðveldara þrátt fyrir lengri vegalengd. Ískaldur sjórinn truflaði hana lítið og spilaði hún tónlist í höfðinu alla ferðina. „Þetta var miklu léttara en ég gerði ráð fyrir. Beint eftir sundið tókst mér meira að segja að skella mér á ball með Bubba Morthens og vakti alla nóttina í kjölfarið á því,“ segir hún hress og bætir við að Drangeyjarsundið hafi verið „miklu, miklu erfiðara.“

Þá synti hún ekki í beinni línu og hafði það mikil áhrif að hún synti seint að kvöldi til. „Ég endaði á því að fara miklu lengri vegalengd en ég hefði átt að gera. Það er ekkert grín að synda svona vegalengd. Fingurnir voru næstum því frosnir af og síðasti kílómetrinn gekk alveg frá mér.“

Aðspurð um aðra tilraun til þess að takast á við Grettissund segir Sara að það hafi blundað í henni í svolítinn tíma, eins og óklárað verk sem kallar til hennar. Hins vegar hafi erfiðið við Draneygjarsundið hindrað hana í að láta af því verða, en nú sé það komið á hreint. „Með því að synda þetta einu sinni í viðbót finnst mér eins og ég sé að semja frið við eyjuna, sem mér tekst vonandi að gera,“ segir hún. „Með Drangeyjarsundinu væri þetta þá í rauninni þriðja þrekvirkið og mér finnst þrír gífurlega flott tala.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“