fbpx
Fókus

Ferðamálafræðingurinn Tayola: Þráir að sjá Ísland áður en hún verður alveg blind

Auður Ösp
Miðvikudaginn 16. maí 2018 21:00

Tayola og Eric. Ljósmynd/Gofundme

Tayola Hirondelle er ung kandadísk kona sem þráir ekkert heitar en að fara í brúðkaupsferð til Íslands og virða fyrir sér stórbrotið landslagið.

Tíminn er hins vegar naumur þar sem hún er greind með sjúkdóm sem getur valdið blindu.

Hún er því staðráðin í að komast til Íslands og upplifa náttúrufegurð landsins áður en það er orðið of seint.

Tayola er greind með IIH (Idiopathic Intracranial Hypertension) en einkenni sjúkdómsins eru aukinn vökvasöfnun innan höfuðkúpunnar sem valdið getur sjónskerðingu og í verstu tilfellum blindu.

Eric, unnusti Tayolu, bað hennar við Niagra fossa en parið elskar að ferðast. Því kom ekki annað til greina en að fara í brúðkaupsferð á einhvern ógleymanlegan stað.

Hin verðandi hjón hafa hrundið af stað söfnun á síðunni Gofundme þar sem hægt er að styrkja Íslandsför þeirra. Tayola segist vilja sjá og upplifa eins mikið og hún getur áður en hún missir sjónina. Parið er ekki spennt fyrir hefðbundnum brúðkaupsferðarstöðum heldur er Ísland draumaáfangastaðurinn.

„Í staðinn fyrir að fara til Mexíkó eða þá viljum við fara til Íslands! Á Íslandi eru eldfjöll, fossar, jöklar og ótalmargt fleira. Gúglið það!“

…ritar Tayola en parið vill helst fara til Íslands í desembermánuði, til að eiga sem mesta möguleika á því að sjá norðurljósin.

Menntuð í ferðamálafræðum

Tayola er menntuð í ferðamálafræði og því nokkuð fróð um allar þær náttúruperlur og ferðamannastaði sem finna má víðsvegar um heiminn. En nú lítur hins vegar út fyrir að hún muni aldrei fá tækifæri til að berja þessa staði augum.

„En Ísland er númer eitt á listanum og það væri algjör draumur að fara þangað.“

Kostnaðurinn við ferðalagið setur hins vegar stór strik í reikninginn hjá parinu en Tayola ætlar að leita allra leiða til að láta draum sinn rætast. Hún segist vera dauðhrædd við að missa sjónina en á því eru mjög sterkar líkur, þrátt fyrir að hún gangist undir meðferð við sjúkdómnum.

Hún segir Eric, verðandi eiginmann sinn ávallt hafa staðið eins og klettur við hlið hennar. Hann hefur veitt  henni ómetanlegan stuðning í baráttu hennar við sjúkdóminn og er hennar allra besti vinur.

„En honum líður ömurlega að geta ekki látið drauminn minn rætast. Þið mynduð gefa okkur tækifæri á því að eignast minningar sem endast okkur að eilífu.“

 

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Kristian gefur út sína elleftu bók Hrafnaklukkur

Kristian gefur út sína elleftu bók Hrafnaklukkur
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Lady Gaga kaupir gullfallegt hús í New York – Sjáðu myndirnar

Lady Gaga kaupir gullfallegt hús í New York – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Hörður Torfason: „Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“

Hörður Torfason: „Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“
Fókus
Í gær

Fyrsta borgaralega giftingin þvinguð upp á landsmenn

Fyrsta borgaralega giftingin þvinguð upp á landsmenn
Fókus
Í gær

5 hlutir sem flestir bjuggust við að myndu þurrka út mannkynið

5 hlutir sem flestir bjuggust við að myndu þurrka út mannkynið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugmynd á skemmtiferðaskipi við Flatey verður að plötu

Hugmynd á skemmtiferðaskipi við Flatey verður að plötu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Salmonellusmitaðir kjammar

Salmonellusmitaðir kjammar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Verk í náttúru Þeystareykja – Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlýtur fyrstu verðlaun

Verk í náttúru Þeystareykja – Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlýtur fyrstu verðlaun