fbpx

Guðrún Helga var langt leidd af átröskun eftir fitnesskeppni: „Mér fannst ég líta rosalega vel út á þessari mynd“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 22:00

„Ég vona að þessi birting muni leiða til þess að minnsta kosti einn einstaklingur átti sig á því að hann er haldinn átröskun og leiti sér í kjölfarið hjálpar við þessum skelfilega sjúkdómi,“ segir Guðrún Helga Fossdal Reynisdóttir en hún þróaði með sér svokallaða átkastaröskun í kjölfar þáttöku í fitnesskeppni. Á dögunum birti hún áhrifamikla færslu á facebooksíðu sinni þar sem hún vakti athygli á einkennum átröskunarsjúkdóma og hvatti fólk til að leita sér hjálpar.

Í dag er Guðrún greind með átröskun og átkastaröskun sem hún þarf að vinna í en í mars síðastliðnum ræddi hún við Bleikt um reynslu sína.

„Átkastaröskunina þróaði ég með mér eftir að ég fór í fitnessið vegna þess að ég var og er með átröskun, ekki vegna þess að ég fór í fitness. Ég er með óheilbrigða ímynd gagnvart mat og líkamsrækt. Dæmigerð vika hjá mér er að frá fimmtudegi til sunnudags þá ét ég á mig gat af alls kyns óhollustu sem mér finnst ekki einu sinni gott, eins og bland í poka, ís, smákökur og fleira. 

 Ég hafði enga löngun í þetta sælgæti áður en núna missi ég mig ef ég kemst í það og missi mig ef ég kemst ekki í það. Svo fæ ég samviskubit, mér líður mjög illa eftir köstin og ég reyni að bæta úr því með því að ofþjálfa mig næstu daga eftir á, sem er í raun staðin fyrir að kasta upp og ekkert minna skaðlegra ef eitthvað er.“

Þá sagði Guðrún á öðrum stað:

„Ég á yfir höfði mér margra ára meðferð til þess að fá allt í jafnvægi aftur. Ef ég hefði hlustað á sjálfa mig frá byrjun og viðurkennt um leið að ég ætti vð átröskun að stríða og hefði byrjað að tækla það áður en ég tók þátt í fitness þá hefði ég átt meiri frama fyrir mér.“

Einkennin oft falin

„Þessi færsla er vitundarvakning fyrir átröskunarsjúkdóma. Sum einkenni eru sýnileg, á borð við það að kasta upp eftir máltíðir eða svelta sig en svo eru önnur einkenni sem eru falin og fólk veit ekki um,“ ritar Guðrún í færslu sem hún birti á facebook síðu sinni nú á dögunum. Þá nefnir hún jafnframt dæmi um einkenni sem fylgja átröskunarsjúkdómum.

*Þú óttast að neyta ákveðinna fæðutegunda af ótta við að fitna.

*Þú ert stöðugt að láta fólkið í kringum þig vita af ræktariðkuninni.

*Þú hleður stöðugt inn myndum og stöðuuppfærslum á samfélagsmiðla og lætur fólk vita af árangrinum.

*Þú hleður stöðugt inn myndum á samfélagsmiðla í von um að fá sem flest „læk“ og líða vel með sjálfa/n þig.

*Þú ert stöðugt að grandskoða þig í spegli til að athuga með þyngdaraukningu.

*Þú forðast að ganga í ákveðnum fatnaði vegna þess að þér finnst þú vera of feit/ur.

*Þú forðast að fara út úr húsi af ótta við að öðrum muni finnast þú vera of feit/ur.

*Þú ert stöðugt að spyrja fólkið í kringum þig hvort þú sért of feit/ur.

*Þú tekur átköst.

*Þér líður illa eftir máltíðir.

*Þú stundar líkamsrækt eingöngu til þess að brenna fitu og af engri annarri ástæðu.

*Þú ert stöðugt að vigta þig og mæla.

*Þú ert hrædd/ur við að þyngjast

*Þú ert hrædd/ur við að að borða

*Þú ert stöðugt að telja hitaeiningar

*Lífið þitt snýst um líkamsræktariðkun og mataræði og þú aflýsir jafnvel viðburðum vegna þess að þeir skarast á við ræktariðkunina eða máltíðir.

*Þú ert stöðugt að bera þig saman við aðra.

*Þú ert stöðugt að gagnrýna aðra fyrir holdafar þeirra eða mataræði.

„Þetta eru allt einkenni sem ég hef haft og vegna þeirra þá stjórnar sjúkdómurinn lífi mínu,“ ritar Guðrún jafnframt.

Guðrún birti meðfylgjandi ljósmynd með færslunni en myndin var tekin þegar hún var langt leidd af sjúkdómnum.

„Ljósmyndin sem fylgir færslunni er af mér. Mér fannst ég líta rosalega vel út á þessari mynd og ég var svo stolt af sjálfri mér fyrir að hafa tekist að létta mig um öll þessi kíló. Staðreyndin var hins vegar sú að ég var komin verulega undir kjörþyngd. Ég var orðin svo heilsulítil að ég hætti að hafa blæðingar.“

Um leið hvetur hún einstaklinga til að leita sér hjálpar ef þeir kannast við einhver af ofangreindum einkennum. Bendir hún á að sjúkdómurinn geti stjórnað lífi viðkomandi á fleiri vegu en hægt er að ímynda sér og ef viðkomandi leiti sér ekki hjálpar geti afleiðingarnar orðið hræðilegar.

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 7 klukkutímum

Birkir: Ánægðir með frammistöðuna en svekktir með úrslitin

Birkir: Ánægðir með frammistöðuna en svekktir með úrslitin
433
Fyrir 7 klukkutímum

Rúnar: Ánægður með að fá traustið en þetta er drullu pirrandi

Rúnar: Ánægður með að fá traustið en þetta er drullu pirrandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“
433
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland fallið eftir tap gegn Sviss

Ísland fallið eftir tap gegn Sviss
Matur
Fyrir 8 klukkutímum

Viltu verða vegan? Hér eru 7 ráð til að láta það gerast

Viltu verða vegan? Hér eru 7 ráð til að láta það gerast
433
Fyrir 8 klukkutímum

Mane puttabrotnaði og missir af næsta leik

Mane puttabrotnaði og missir af næsta leik
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
433
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford klikkar á færum – Á ekki að fá fleiri sénsa sem framherji

Rashford klikkar á færum – Á ekki að fá fleiri sénsa sem framherji