fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Gunnar Smári: „Fullorðið fólk dæsti þegar það sá mig burðast með hann og sýndi enga hlýju“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 22. apríl 2018 16:00

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson var um áratuga skeið einn þekktasti blaðamaður og ritstjóri landsins. Nú stendur hann í sporum sósíalistaleiðtogans og berst fyrir því að rödd alþýðunnar fái að heyrast í borgarmálunum. Lífsskoðanir hans hafa mótast af uppeldi í fátækt og alkóhólisma og hans eigin baráttu við kerfið og sjúkdóminn. Kristinn Haukur ræddi við Gunnar Smára um æskuna, stéttabaráttuna og hlutverk blaðamennskunnar.

Þetta er brot úr stóru viðtali úr helgarblaði DV

Fyrirlitning og skömm

Eftir að Egill og Guðrún skildu reyndi Egill að sinna hlutverki sínu sem helgarpabbi áður en það hugtak var búið til. En Egill var langt leiddur drykkjumaður og réð ekki við fíknina. Þessar minningar lifa enn mjög sterkt með Smára.

„Hann drakk þegar við fórum í bíó, á leiki í Laugardalshöllinni eða í skemmtiferðir út í Viðey. Hann drapst þá áfengisdauða og ég þurfti að biðja dyraverði um að aðstoða mig við að koma honum heim, átta, níu eða tíu ára gamall.“

Kveiðstu fyrir þessum heimsóknum?

„Nei. Þetta er eins og með aðra sjúkdóma. Ég sem barn var að bíða eftir því að rétti pabbi kæmi en varð svo alltaf fyrir vonbrigðum. Það er hægt að bera þetta saman við Alzheimer. Maður er nálægt manneskjunni en saknar hennar samt. Þú elskar þann sem er einhvers staðar falinn inni í sjúkdóminum.“

Smári segist hafa fundið fyrir mikilli skömm sem barn, bæði vegna fátæktar sem og drykkju föður síns. Þá hafi viðbrögð samfélagsins ekki hjálpað til við að skila skömminni þangað sem hún átti heima. Rólega en með þungri áherslu segir hann:

„Ég man vel eftir fyrirlitningunni frá hópnum. Sérstaklega þegar ég var einn með föður mínum. Enginn bauðst til að hjálpa að fyrra bragði og enginn sýndi samkennd því fólk var hrætt við að tengjast þessu. Fullorðið fólk dæsti þegar það sá mig burðast með hann og sýndi enga hlýju.“

Hvernig komu önnur börn fram við þig?

„Mér var ekki strítt eða lagður í einelti. Börn sem eru í þessum aðstæðum finna oft önnur í sambærilegri stöðu. Hvort sem það er alkóhólismi á heimilinu, geðraskanir, fátækt eða fatlanir. Börn finna önnur börn sem skilja stöðuna og geta haldið aftur af fyrirlitningunni. Án undantekninga voru allir vinir mínir börn alkóhólista. Við ræddum ekki vandann en skildum hver annan og dæmdum ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum