fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Pulp Fiction-húsið til sölu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. mars 2018 18:00

Samuel L. Jackson og John Travolta voru þrifnir með garðslögu í bakgarði hússins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsið sem var tökustaður einna frægustu atriða kvikmyndasögunnar er til sölu. Húsið er ekki risastórt, 157 fermetrar, þrjú svefnherbergi á einni hæð í góðu hverfi í Los Angeles. Verðmiðinn er rúmlega 123 milljónir króna. Verðið ræðst að miklu leyti á að þarna átti Jimmie heima í kvikmyndinni Pulp Fiction frá árinu 1994.

Húsið sem um ræðir, heimili Jimmie í Pulp Fiction.

Í myndinni fara leigumorðingjarnir Jules og Vincent heim til Jimmie til að þrífa blóð og fleira úr bíl sem þeir hafa til umráða.

Þeir þurfa að hafa hraðar hendur því að konan hans Jimmie er á leið heim úr vinnu og mun örugglega skilja við Jimmie, sem leikinn var af leikstjóranum Quentin Tarantino, ef hún finnur glæpona vera að glæponast heim hjá sér.

Húsið er í Studio City-hverfinu, fram kemur á vef fasteignasölunnar að skólarnir í grennd séu góðir.

Hér má sjá húsið á vef fasteignasölunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki