Fókus

Þórunn Erna fékk heilablóðfall 32 ára: „Ég upplifði það að ég væri að kafna“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 13. mars 2018 20:00

„Það er fullt af fólki sem á ofboðslega erfiðar stundir og þarf að ganga í gegnum hræðilega erfið verkefni. En ég er ekki þar, ég er ein af þessum heppnu,“ segir Þórunn Erna Clausen leikkona, söngkona, útvarpskona og lagahöfundur en hún varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu árið 2009 þegar hún fékk blóðtappa í heila og lamaðist um stund. Hún viðurkennir að atvikið hafi haft áhrif á viðhorf hennar til lífsins en leggur þó áherslu á að margir hafi það mun verra en hún.

Fékk mikinn svima

Þórunn hefur komið víða við í leiklistinni undanfarin ár. Hún er einnig liðtækur lagahöfundur og hefur samið fjölda lagatexta fyrir undankeppni Eurovision hér á landi en líkt og flestum er kunnugt þá bar lagið „Heim“ sigur úr býtum í Söngvakeppninni í ár. Í viðtali við sjónvarpþáttinn Mannamál á dögunum rifjaði Þórunn upp þessa átakanlegu lífsreynslu en hún fékk svokallað TIA kast sem er tímabundinn blóðrásatruflun í heila og eru einkennin svipuð og hjá þeim sem fá heilablóðfall.

„Ég byrjaði á því að fá mjög mikinn svima, eins og ég væri í round up tækinu í Hveragerði. Það var eins og ég væri allt í einu stödd í því,“ rifjar Þórunn upp en hún kveðst hafa staulast upp í rúm og hringt á móður sína til að spyrja hana ráða. Sjonni, eiginmaður hennar heitinn, var frammi í stofu á meðan en Þórunn gat ekki kallað á hann.

„Og þá missi ég málið. Tungan lamast og allur líkaminn byrjar að lamast. Ég missi símann, þá semsagt lamast kokið og vöðvarnir sem stjórna önduninni. Þannig að ég upplifði það að ég væri að kafna,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi engu að síður verið með fullkomlega skýra hugsun á meðan á þessu stóð.

„Þannig að ég hugsaði á meðan: „Ég er 32 ára, af hverju er ég að fá heilablóðfall? Ég vonaðist til þess að þetta væri kannski ekki rétt upplifun hjá mér.“

Stór skammtur af heppni

Móðir Þórunnar fann á sér að eitthvað var við og mætti því heim til dóttur sinnar. Einnig var kallað á systur Þórunnar sem hringdi á sjúkrabíl.

„Ég var það illa farin að ég var alveg lömuð og tungan líka, og málstöðin rofnaði. En ég var með skýra hugsun á meðan þannig að þetta var mjög erfið tilhugsun, að vera inni í þessum líkama. Svo hélt ég líka að ég myndi ekki lifa þetta af vegna þess að ég var með það mikinn súrefnisskort.“

Blóðtappinn losnaði síðan af sjálfsdáðum á meðan Þórunn var í sjúkrabílnum. Það reyndist henni mikil gæfa að tappinn var ekki búinn að vera nógu lengi til að valda blóðþurrð- og súrefniskorti í heila. Þórunn beið því ekki varanlegan skaða af þessu atviki. „Mér var aldeilis útdeilt stórum skammti af heppni þarna.“

„Hundrað prósent heil“

Síðar átti eftir að koma í ljós að Þórunn var með gat á milli gátta í hjartanu en um er að ræða hjartagalla sem veitir blóðtöppum greiða leið upp í heilann. Þar að auki var Þórunn með totu við hliðina á gatinu sem olli aukinni blóðtappamyndun. Hún fór í kjölfarið í hjartaþræðingu þar sem opinu var lokað en hún hafði sjálf ekki hugmynd um að hún væri með þennan fæðingargalla.

Hún játar því að áfallið hafi haft áhrif á viðhorf hennar til lífsins en það viðhorf hennar hafi að vísu alltaf verið litað af jákvæðni.

„En eflaust hefur þetta breytt manni mikið. Ég játa að ég ýtti þessu svolítið niður. Ég vildi ekkert tala um þetta, ég vildi ekki að neinnn vissi þetta. Ég vildi ekki að fólk myndi halda að ég væri sjúklingur,“ segir hún en en í kjölfar hjartaaðgerðarinnar er hún að eigin sögn „hundrað prósent heil“ og við góða heilsu.

„En þetta er eitthvað sem fylgir manni auðvitað. Fólk veit að maður fékk þetta og þá heldur það kanski að maður geti ekki hitt og þetta. En mér er svo mikið í mun um að minna á það að ég er ekki sjúklingur.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér
Fókus
Í gær

Anna Sigríður setur á sig skikkjuna og hleypur fyrir Stígamót

Anna Sigríður setur á sig skikkjuna og hleypur fyrir Stígamót
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aretha Franklin er látin

Aretha Franklin er látin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarneyju var boðið oxycontin til sölu í strætó: „Hvað ef ég hefði verið 17 ára áhrifagjörn stelpa?“

Bjarneyju var boðið oxycontin til sölu í strætó: „Hvað ef ég hefði verið 17 ára áhrifagjörn stelpa?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ívar útbjó leiðarvísi aðkomumannsins – How do you like Icel… Keflavík

Ívar útbjó leiðarvísi aðkomumannsins – How do you like Icel… Keflavík
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulda er stoltur keppandi í Miss Universe Iceland og segir gagnrýnendum til syndanna – Það þarf sjálfstraust til að koma fram í bikiní

Hulda er stoltur keppandi í Miss Universe Iceland og segir gagnrýnendum til syndanna – Það þarf sjálfstraust til að koma fram í bikiní