Fókus

Fyrrum tengdasonur Jóns Baldvins segir ásakanirnar tilraun til að hylma yfir framhjáhaldið

Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar
Mánudaginn 12. mars 2018 19:00

Ítalski blaðamaðurinn Marco Branaccia, fyrrum tengdasonur Jóns Baldvins Hannibalssonar, þvertekur fyrir það að samskipti hans við Liviu Guiggioli, eiginkonu Colin Firth, geti á nokkurn hátt talist óeðlileg.

Brancaccia stóð í harðri forræðisdeilu við Snæfríði heitna Baldvinsdóttur fyrir ríflega tíu árum.
Jón Baldvin Brancaccia stóð í harðri forræðisdeilu við Snæfríði heitna Baldvinsdóttur fyrir ríflega tíu árum.

Firth-hjónin hafa ásakað Branaccia um að hafa áreitt Liviu í átta mánuði en hún hefur nú viðurkennt að gagnkvæmt ástarsamband hafi átti sér stað stað á milli þeirra sem hafi lokið fyrir tveimur árum. Ítarlega hefur verið fjallað um þetta mál í bresku pressunni undanfarna daga.

Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Jóns Baldvins sagður eltihrella Colin Firth og eiginkonu

Marco segir að sambandið hafi byrjað í kjölfar veislu sem haldin var á heimili Firth-hjónanna sumarið 2015 á Norður Ítalíu en hann hafði þekkt Guiggiola í mörg ár. Segir Marco að Livia hafi tjáð honum strax á þeim tíma að hún hyggðist skilja við Firth og hefði ekki löngun til að bjarga hjónabandinu.

Segir hann ásakanir hjónanna um að hann sé eltihrellir ekkert nema lélega tilraun til að koma í veg fyrir að það sanna birtist í fjölmiðlum og þau séu einvörðungu að reyna að hindra að það fréttist að Livia hafi haldið framhjá Firth með Marco.

Branaccia segir framhjáhaldið hafa varað í um eitt ár, en megnið af þeim tíma hafi Firth-hjónin þó verið skilin að borði og sæng en ekki tekið það skref að lagalega slíta hjónabandinu. Eftir að sambandi hennar við Marco lauk hafi þau ákveðið að taka saman á nýjan leik. Ásamt áreitni í garð Liviu hafi hann sent Colin Firth skilaboð og tölvupóst. Viðurkennar Marco að hafa sent Colin tölvupóstinn og segist hann sjá eftir því. Segir hann þó af og frá afskipti sín af Liviu geti talist sem áreiti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Fyrrum tengdasonur Jóns Baldvins segir ásakanirnar tilraun til að hylma yfir framhjáhaldið

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Scintilla Hospitality, Skipholti 25: Sérhannaðar gæðavörur til hótela og gististaða

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Scintilla Hospitality, Skipholti 25: Sérhannaðar gæðavörur til hótela og gististaða

Langar þig í Páskaegg nr. 11 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Páskaegg nr. 11 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Einstök mottulistaverk til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands

í gær
Einstök mottulistaverk til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
í gær
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
í gær
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Mest lesið

Ekki missa af