Fókus

Nemendur MK safna fyrir Stígamót

Ragna Gestsdóttir skrifar
Laugardaginn 10. mars 2018 12:00

Jafnréttisvika fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi í þessari viku. Á meðal viðburða var fjáröflun fyrir Stígamót í tilefni af átaki samtakanna Sjúk ást og á fimmtudag var boðið upp á fyrirlestur og uppistand í hádeginu þar sem fulltrúa Stígamóta var jafnframt afhent það framlag sem safnaðist.

„Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi sem ekkert nemendafélag hafði gert áður og fannst vel við hæfi að styrkja Stígamót þar sem átakið þeirra, Sjúk ást, hentar vel við þema vikunnar,“ segir Hrafn Ágúst Björnsson, formaður nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, en Jafnréttisvikan var nú haldin í tólfta sinn.

Skólinn fagnaði því einnig að MK er fyrsti menntaskólinn sem hlýtur jafnlaunavottun. Fulltrúi Stígamóta, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, hélt fyrirlestur um átakið og Hugleikur Dagsson hélt uppistand. Vel var mætt á fyrirlesturinn og salurinn þétt setinn.

Fulltrúi Stígamóta, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, hélt fyrirlestur um átakið Sjúk ást.
Fyrirlestur frá Stígamótum Fulltrúi Stígamóta, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, hélt fyrirlestur um átakið Sjúk ást.
Hugleikur Dagsson bauð upp á skemmtun eins og honum einum er lagið.
Hugleikið uppistand Hugleikur Dagsson bauð upp á skemmtun eins og honum einum er lagið.

Jafnframt afhentu Hrafn Ágúst, Bjarki Freyr Guðmundsson og Eygló Björk Birgisdóttir, fyrir hönd MK, Stígamótum þá fjármuni sem safnast hafa í vikunni, 150 þúsund krónur. Fjáröflunin var skipulögð af nemendafélagi MK og kennaranefndinni.

„Við mælum eindregið með að aðrir fylgi okkur eftir og styrki Stígamót svo samtökin geti haldið sínu frábæra starfi gangandi,“ segir Hrafn Ágúst.

Þeir sem vilja leggja átakinu lið geta lagt inn á reikning 0101-15-630999, kennitala 620190-1449.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Nemendur MK safna fyrir Stígamót

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Scintilla Hospitality, Skipholti 25: Sérhannaðar gæðavörur til hótela og gististaða

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Scintilla Hospitality, Skipholti 25: Sérhannaðar gæðavörur til hótela og gististaða

Langar þig í Páskaegg nr. 11 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Páskaegg nr. 11 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Einstök mottulistaverk til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands

í gær
Einstök mottulistaverk til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
í gær
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
í gær
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Mest lesið

Ekki missa af