Fókus

Nemendur MK safna fyrir Stígamót

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. mars 2018 12:00

Tekið á móti styrk: Fulltrúar Stígamóta tóku á móti styrk frá nemendum og kennurum MK.

Jafnréttisvika fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi í þessari viku. Á meðal viðburða var fjáröflun fyrir Stígamót í tilefni af átaki samtakanna Sjúk ást og á fimmtudag var boðið upp á fyrirlestur og uppistand í hádeginu þar sem fulltrúa Stígamóta var jafnframt afhent það framlag sem safnaðist.

„Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi sem ekkert nemendafélag hafði gert áður og fannst vel við hæfi að styrkja Stígamót þar sem átakið þeirra, Sjúk ást, hentar vel við þema vikunnar,“ segir Hrafn Ágúst Björnsson, formaður nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, en Jafnréttisvikan var nú haldin í tólfta sinn.

Skólinn fagnaði því einnig að MK er fyrsti menntaskólinn sem hlýtur jafnlaunavottun. Fulltrúi Stígamóta, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, hélt fyrirlestur um átakið og Hugleikur Dagsson hélt uppistand. Vel var mætt á fyrirlesturinn og salurinn þétt setinn.

Fulltrúi Stígamóta, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, hélt fyrirlestur um átakið Sjúk ást.
Fyrirlestur frá Stígamótum Fulltrúi Stígamóta, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, hélt fyrirlestur um átakið Sjúk ást.
Hugleikur Dagsson bauð upp á skemmtun eins og honum einum er lagið.
Hugleikið uppistand Hugleikur Dagsson bauð upp á skemmtun eins og honum einum er lagið.

Jafnframt afhentu Hrafn Ágúst, Bjarki Freyr Guðmundsson og Eygló Björk Birgisdóttir, fyrir hönd MK, Stígamótum þá fjármuni sem safnast hafa í vikunni, 150 þúsund krónur. Fjáröflunin var skipulögð af nemendafélagi MK og kennaranefndinni.

„Við mælum eindregið með að aðrir fylgi okkur eftir og styrki Stígamót svo samtökin geti haldið sínu frábæra starfi gangandi,“ segir Hrafn Ágúst.

Þeir sem vilja leggja átakinu lið geta lagt inn á reikning 0101-15-630999, kennitala 620190-1449.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Tannlæknirinn sem tryllti netnotendur

Tannlæknirinn sem tryllti netnotendur
FókusFréttir
Í gær

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“
Fyrir 2 dögum

Syni Kristínar var vísað úr meðferð á Vík: „Fyrr drepst ég en að ég standi hjá og horfi á barnið mitt drepa sig“

Syni Kristínar var vísað úr meðferð á Vík: „Fyrr drepst ég en að ég standi hjá og horfi á barnið mitt drepa sig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaut sig í höfuðið og fór í andlitsígræðslu – „Lífið hefur gefið mér annað tækifæri”

Skaut sig í höfuðið og fór í andlitsígræðslu – „Lífið hefur gefið mér annað tækifæri”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tara fordæmir peysu UN Women: „Ég er hætt að vera meðvirk með fatamerkjum“

Tara fordæmir peysu UN Women: „Ég er hætt að vera meðvirk með fatamerkjum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólin komu snemma í ár á skrifstofu DV – Steinn Kári byrjaður að borða jólatertuna

Jólin komu snemma í ár á skrifstofu DV – Steinn Kári byrjaður að borða jólatertuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einar Darri lést í rúmi sínu aðeins 18 ára gamall – „Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi“

Einar Darri lést í rúmi sínu aðeins 18 ára gamall – „Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín Sif neitar þöggun um fíkniefni og slagsmál á Fiskideginum mikla – „Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því“

Katrín Sif neitar þöggun um fíkniefni og slagsmál á Fiskideginum mikla – „Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því“