Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Klerkurinn og Rassi Prump

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 10. mars 2018 10:30

Viðtal Guðmundar Arnar Ragnarsson, prests og sjónvarpsmanns á sjónvarpstöðinni Omega, við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vakti mikla athygli í vikunni sem leið. Lýsti Guðmundur því yfir að hann tryði því að Eyþór væri valinn af Guði og bað hann fólk, í Jesú nafni, að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Eyþór tók stuðningsyfirlýsingunni fegins hendi í myndveri stöðvarinnar en þegar að viðtökurnar urðu nokkuð kuldalegar þá dró hann í land og sór af sér afskipti Guðs af framboðinu.

Sjónvarpsmaðurinn skeleggi, Guðmundur Arnar, er bróðir Kjartans Ragnarssonar leikara. Hann er þar með föðurbróðir, Ragnar Kjartanssonar, eins þekktasta listamanns þjóðarinnar. Ekki fer eins mikið fyrir trúarhita Rassa Prumps, eins og Ragnar kallaði sig á yngri árum, og hjá frænda hans en hann hefur sagt að fjölskylduboðin í ættinni séu fjörug í meira lagi.

Björn Þorfinnsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana