Fókus

„Einhverra hluta vegna var ég viss um að það væri hundur í hættunni“

Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir á sér hina hliðina

Ragna Gestsdóttir skrifar
Föstudaginn 9. mars 2018 19:00

Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona er fastráðin sem leikari hjá Borgarleikhúsinu, þar sem hún hefur meðal annars leikið í Fólkinu í kjallaranum, Óskasteinum og Auglýsingu ársins. Um helgina er frumsýnd kvikmyndin Andið eðlilega, þar sem Kristín Þóra leikur aðalhlutverk. Hún gaf sér þó tíma frá leiklistinni til að sýna lesendum DV á sér hina hliðina.

*Ef þú þyrftir að breyta, hvað mundirðu vilja heita annað en Kristín Þóra eða vera annað en leikkona?

Svo margir kalla mig Þóru, stundum fólk sem ég hef unnið með í heillangan tíma. Stundum væri ég til í að breyta nafninu mínu bara í Þóra Kristín í þeim tilfellum sem ég hef ekki leiðrétt þetta strax og verið kölluð Þóra í nokkra daga.

*Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Ég get hvorki flautað né blístrað. Ég er búin að reyna í 30 ár, ég á ekki séns.

*Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Handahlaupum. Ég er með minn eigin handahlaupastíl. Sumir segja að hann sé ljótur, ég segi hann sé einstakur.

*Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
We Built this City (on Rock and Roll).

*Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Sumum finnst ég ætti að skammast mín fyrir að halda mikið upp á Who Let The Dogs Out, en ég fæ mig ekki til að skammast mín fyrir það.

*Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Annie, Dirty Dancing og Good Will Hunting heyja harða baráttu um metáhorf.

*Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Þegar fólk dettur skyndilega og klaufalega. Ég er kvikindi.

*Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Nei, því miður. Ég er óttaleg kveif hvað það varðar.

*Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Naga neglurnar. Ég bara get ekki hætt.

*Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Þeir karlmenn sem ég þekki virðast ekki sjá neinn mun á kósí lampalýsingu og flúor loftlýsingu.

*Á hvern öskraðirðu síðast?
Mótleikara minn í sýningunni sem ég er að æfa og heitir Sýningin sem klikkar. Ég átti að öskra á hann samkvæmt handriti og ég lét vaða.

*Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Stanslaust suð í hljóðkerfi og bank í ofni. Get ómögulega gert upp á milli þessara hljóða.

*Hver er fyndnasta „pick-up“-línan sem þú hefur heyrt?
Þú ert fallegasta kona í … (löng þögn) á Ölstofunni í kvöld.

*Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Einhverra hluta var ég viss um að það væri hundur í hættunni en ekki hundrað í hættunni.

*Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Fæða börnin mín.

*Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Vera nákvæmlega sama um álit annarra.

*Hvað er framundan um helgina?
Frumsýning á Andið eðlilega. Allir í bíó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 28 mínútum síðan
„Einhverra hluta vegna var ég viss um að það væri hundur í hættunni“

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Fyrir 11 klukkutímum síðan
Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Langar þig í Piparfyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag.

Fókus
í gær
Langar þig í Piparfyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag.

Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Fókus
í gær
Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
í gær
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Mest lesið

Ekki missa af