Fókus

Edrú í 23 ár

Pálmi Gunnarsson fagnar

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. mars 2018 20:30

Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson fagnaði því í vikunni að tuttugu og þrjú ár væru liðin frá því að hann sagði skilið við áfengi og vímuefni.

„Áratuga nær stöðug neysla áfengis og vímuefna með fylgjandi stjórnleysi var þá búin að naga vel af mér og lítið annað eftir en að moka yfir mig. Ég var lúsheppinn held ég, toppaði á hárréttum tíma eins og stundum er sagt, fékk annað tækifæri og fyrir það er ég afar þakklátur. Í dag lyfti ég bolla af svartbrenndu kaffi frá Eldu vinkonu minni á Hahíti og skála fyrir lífinu,“ sagði Pálmi á Facebook.

Einar Þór Sigurðsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana