fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Hlín þurfti að sætta sig við að geta aldrei orðið móðir: „Mesta ástarsorg sem ég hef upplifað í lífinu“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. mars 2018 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og rithöfundur var 45 ára gömul þegar henni var ljóst að hún ætti aldrei eftir að verða móðir. Hafði Hlín þá reynt árum saman að verða barnshafandi. Í kjölfarið tók við ferli sem Hlín líkir við ástarsorg: hún þurfti að syrgja barnið sem hún átti aldrei.

Hlín er ein af þeim sex einstaklingum sem segja sögu sína í myndbandaröð um ófrjósemi sem er birt í tilefni af vitundarvakningu Tilveru 2018. Myndböndin eru kölluð 1 af 6 með vísun í það að einn af hverjum sex einstaklingum sem þráir að eignast barn á í erfiðleikum með það. Í myndböndunum sex segir fólk frá glímunni við sjúkdóminn á afar áhrifaríkan hátt.

Barneignartilraunir Hlínar hófust þegar hún var komin yfir þrítugt og var í sambandi með fyrrum manni sínum. Þeim langaði að eignast barn saman en Hlín vissi þó að það gæti orðið henni erfitt að verða barnshafandi. Hún hafði áður verið í hjónabandi í sex ár og öðru löngu sambandi í tvö ár þar sem hún eignaðist ekki börn þó svo að hún notaði engar getnaðavarnir. Hún fór í svokallaða speglun til að athuga hvað gæti verið að.

„Þarna er ég 32 ára gömul og þegar niðurstöðurnar koma í ljós eftir þessa litlu aðgerð þá eru það sjokkerandi upplýsingar sem ég fæ.. Það kemur hreinlega i ljós að annar eggjaleiðarinn er eiginlega ónýtur og hinn er stíflaður og þar að auki er eggjastokkkurinn öðru megin ónýtur. Fyrir mér er þetta bara fullkomið sjokk, fullkomið áfall,“

segir Hlín og bætir við að strax þarna hafi hún tekið út mikið af sinni sorg varðandi barneignir. Hún og fyrrverandi maður hennar reyndu engu að síður í nokkur ár að eignast barn með náttúrulegum hætti en það bar ekki árangur. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að fara í glasafrjóvgun erlendis, þar sem ekki var boðið upp á slíkt á Íslandi á þeim tíma.

„Í mínu tilviki þá varð ekkert úr því þar sem að ég var í sambúð með virkum alkóhólista sem var ekki tilbúin til að leggja þetta á sig, eða við getum kanski frekar sagt það að neysla hans komi í veg fyrir það að eitthvað verði úr þessari glasafrjóvgun.

Þarna er ég orðin tæplega fertug og ég bókstaflega gafst upp. Ég hugsaði bara með mér: þetta nær ekki nokkurri átt, ég get ekki bæði verið að reyna að eignast barn og líka að vera að reyna að vera í sambúð með virkum alkóhólista. Þannig að, eitthvað varð undan að láta og það endaði með því að okkar sambúð rann út í sandinn.“

Hlín kveðst hafa reynt að verða ófrísk eftir að sambandinu lauk, og þá með þeim kærustum sem hún eignaðist í gegnum tíðina. Barneignartilraunum hennar lauk þó alfarið þegar hún var orðin 45 ára en í kjölfar þess að vöðvaæxli uppgvötvaðist í legi hennar gekkst hún undir viðamikla aðgerð þar sem legið var fjarlægt auk eggjaleiðara og eggjastokks. Í kjölfarið uppgvötvaðist að Hlín hafði líklega alla tíð verið með endómetríósu, eða legslímuflakk og var það talið vera meginorsökin fyrir ófrjósemi hennar.

„Ég held að ég geti sagt að það að hafa ekki eignast barn, sú tilfinning er kanski mesta ástarsorg sem ég hef upplifað í lífinu. En ég upplifði þessa ástarsorg ekki fyrr en ég var orðin 45 ára þegar það var endanlegt að ég myndi ekki eignast börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki