Fókus

„Ég var kölluð gangandi kraftaverk“

Þórlaug gekk út af líknardeild og lenti á hrakhólum

Ari Brynjólfsson skrifar
Mánudaginn 26 febrúar 2018 20:00

„Ég var kölluð gangandi kraftaverk. Ég var greind með leghálskrabbamein árið 2010, ég vissi að það fór ekki og fékk loksins að fara í myndatöku haustið 2011, þá kom í ljós að ég var komin á grafarbakkann. Ég fer í gengum hrikalega meðferð, uppskurði, innri og ytri geislameðferðir,“ segir Þórlaug Ágústsdóttir í einlægu viðtali í helgarblaði DV.

Þórlaug var laus við krabbameinið vorið 2012 en skömmu síðar var hún greind með krabbamein í eitlum. „Ég fékk hlé þarna um sumarið og svo um haustið var sagt við mig að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig. Ég mátti búast við því að lifa í hálft ár, í mesta lagi eitt og hálft ár með lyfjameðferð.“

Á þessum tíma bjó hún úti í Danmörku og lá inni á líknardeild í Kaupmannahöfn nokkra mánuði. Það er sjaldgæft að einhver lifi af dvöl á líknardeild. „Það er mjög sjaldgæft. Það dó einhver á deildinni þriðja hvern dag. Ég gekk af og til fram á lík frammi á gangi þar sem starfsmenn voru að fá sér kaffi og spjalla. Það var ekki auðvelt að hugsa til þess að næsta dag gæti þetta verið ég. Ég horfði alltaf fram á veginn, ég fór af deildinni reglulega til að mæta í tíma í háskólanum, ég man að fagfólkinu fannst það mjög óvenjulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
„Ég var kölluð gangandi kraftaverk“

Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Fókus
í gær
Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
í gær
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
í gær
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
í gær
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
í gær
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
Fyrir 2 dögum síðan
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Mest lesið

Ekki missa af