Fókus

Hjálmar segir enga óráðsíu í Reykjavík

„Borgin er vel rekin“

Ari Brynjólfsson skrifar
Föstudaginn 23 febrúar 2018 16:00

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar vísar því alfarið á bug að það sé óráðsía í fjármálum borgarinnar. „Borgin er vel rekin. Stór hluti af skuldum borgarinnar eru framreiknaðar lífeyrisskuldbindingar, ef það væri gert hjá ríkinu þá teldust skuldir ríkisins vera um þúsund milljarðar. Eiginlegar skuldir borgarsjóðs eru um 35 milljarðar á sama tíma og veltan er um 100 milljarðar á ári. Það teldist gott hjá mörgum fyrirtækjum,“ segir Hjálmar í viðtali í helgarblaði DV.

Hvað með mannréttindaráð, lántökur og gæluverkefni?

„Ég myndi ekki kalla mannréttindi gæluverkefni, en þetta eru bara smáaurar miðað við stóru tölurnar. Það myndi engu breyta um fjárhagsstöðu borgarinnar hvort þetta yrði lagt niður eða ekki. Langstærsti útgjaldaliðurinn fer til skóla- og velferðarmál eða tæplega 70%. Restin fer í fjárfestingu í innviðum, íþróttaaðstöðu og menningarmál. Það má alltaf gagnrýna lántökur, en þetta eru lán á hagstæðum kjörum sem við þurfum til fjárfestinga í þágu borgarbúa. Eitt dæmi um það uppbygging Dalskóla í Úlfarsárhverfi, þar kemur líka menningarmiðstöð, sundlaug, bókasafn og auðvitað íþróttaaðstaða á svæðinu. Þetta eru nauðsynlegar framkvæmdir sem kosta allt að 15 milljörðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
Hjálmar segir enga óráðsíu í Reykjavík

Guðný léttist um 63 kíló: „Var alveg hætt að horfa framan í fólk því mér leið svo illa“

Fókus
í gær
„Það var aldrei valkostur að brotna saman“

Dóttir Sigrúnar fæddist andvana eftir fulla meðgöngu: ,,Það að ganga út af sjúkrahúsinu með tómt fangið var hræðilegt“

Fókus
í gær
Spurning vikunnar: Erum við ein í heiminum?

Hús og Mál: Gæðaþjónusta í viðhaldi, viðgerðum og frágangi

Fókus
í gær
Hús og Mál: Gæðaþjónusta í viðhaldi, viðgerðum og frágangi

Sparaði 200.000 krónur fyrir hádegi

Fókus
í gær
Sparaði 200.000 krónur fyrir hádegi

Pítsusnúðar að hætti Maríu Gomez

Fókus
í gær
Pítsusnúðar að hætti Maríu Gomez

Sólpallar, skjólveggir, hellulögn – og allt annað fyrir garðinn

Mest lesið

Ekki missa af