fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hjörtur Elías er 8 ára og berst við krabbamein

Auður Ösp
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við viljum aðeins létta undir með þeim og gera þessa erfiðu tíma örlítið bærilegri fyrir þau,“ segir Berglind Garðarsdóttir en frændi hennar, hinn 8 ára gamli Hjörtur Elías Ágústsson greindist með krabbamein þann 6.febrúar síðstliðinn og mun þurfa að gagnast undir langvarandi lyfjameðferð til að vinna bug á sjúkdómnum. Sjúkdómsgreiningin reyndist gífurlegt áfall og í ofanálag sjá foreldar Hjartar fram á töluvert tekjutap og margvíslegan kostnað tengdan meðferðinni.

Foreldrar Hjartar eru þau Ágúst Þór Ámundason og Íris Jónsdóttir og þá á Hjörtur 5 ára systur, Sigurrósu Amalíu Nótt og 13 ára bróður, Garðar Mána. Framundan er ferming Garðars Mána í næsta mánuði en skiljanlega hafa veikindi Hjartar sett stórt strik í reikninginn hjá fjölskyldunni. Hjörtur Elías er að sögn Berglindar einstaklega lífsglaður , fyndinn og klár strákur drengur. „Hann er hefur alltaf verið mjög hress og kátur og mikill húmoristi,“ segir hún í samtali við DV.is.

Bræðurnir Hjörtur og Garðar á góðri stundu.
Bræðurnir Hjörtur og Garðar á góðri stundu.

Hjörtur var að sögn Berglindar búinn að vera veikur í tæpar tvær vikur, með uppköst og mikla vanlíðan. Foreldrar hans leituðu þrisvar með hann til læknis og í öll skiptin fengust þau svör að hitinn og magaverkirnir væru vegna inflúensu. Við tóku frekar frekari læknisrannsóknir á Barnaspítalanum. Það var síðan þann 6.febrúar síðastliðinn að áfallið reið yfir: Hjörtur Elías reyndist vera með krabbamein. Um er að ræða eitilfrumukrabbamein sem staðsett er neðarlega í kviðarholinu.

Allt að tveggja ára meðferð

Berglind segir fjölskylduna nú bíða átekta eftir niðurstöðum rannsóknar þar sem verið er að greina nákvæmlega tegund meinsins. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhaldið.

„Það voru send sýni til Boston og Kaupmannahafnar og niðurstöður úr því eiga að koma á fimmtudaginn eða föstudaginn. Þá fá þau að vita nákvæmlega hvernig meðferð hann þarf að fara í, en það er annaðhvort sex mánaða eða þá tveggja ára meðferð. Það fer eftir því hvernig krabbamein þetta er nákvæmlega.“

Hjörtur Elías er að sögn Berglindar einstaklega lífsglaður , fyndinn og klár strákur drengur. „Hann er hefur alltaf verið mjög hress og kátur og mikill húmoristi,“
Mikill húmoristi Hjörtur Elías er að sögn Berglindar einstaklega lífsglaður , fyndinn og klár strákur drengur. „Hann er hefur alltaf verið mjög hress og kátur og mikill húmoristi,“

Talsverður kostnaður kemur til með að fylgja krabbameinsmeðferðinni, sem gæti sem fyrr segir tekið allt að tvö ár. Foreldrar Hjartar sjá fram á talsvert tekjutap næstu mánuði og jafnvel ár. Þá hefur mikið álag fylgir veikindum Hjartar og kemur til með að gera það áfram. Foreldrar hans eru fráskilin en hafa skipst á að vera til staðar fyrir bæði Hjört annars vegar og systkini hans hins vegar.

„Þau hjálpast að í gengum þetta en eins og ástandið er núna þá ekki víst hvenær þau komast aftur til vinnu,“ segir Berglind en hún og fleiri aðstandendur hans hafa nú opnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna og vonast til að geta þannig stutt við bakið á þeim í baráttunni sem er framundan.

Líkt og Berglind bendir á er það óbærilegt að þurfa að ganga í gegnum krefjandi veikandi og hafa á sama tíma áhyggjur af fjármálunum. „Það þarf ekki að vera mikið. Allt telur.“

Þeir sem vilja styðja við bakið á Hirti Elíasi og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi styrktarreikning. Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnr :

0115-05-010106

Kt: 221009-2660

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“