Fókus

„Það kæmi mér ekki á óvart að finna Geir Ólafs í sturtunni minni“

Helga Möller sýnir á sér hina hliðina

Ragna Gestsdóttir skrifar
Sunnudaginn 14. janúar 2018 10:00

Söngkonan, flugfreyjan og gleðigjafinn Helga Möller er alltaf með bros á vör. Hún tók því vel í að sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt núna?
Kenna meira um fjármál, að gera skattaskýrslu og hvernig hjónaband gengur best upp.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund krónum á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Spaksmannsspjarir.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Einu sinni diskódrottning, alltaf diskódrottning.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Imagine.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Dans, dans, dans.

Hvernig mundirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Gulur litur, eins og börn myndu sjá fyrir sér sólina.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Sound of Music, hélt tombólu til að komast í eitt skiptið af mörgum.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er ekki lengur?
Herðapúðar.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Já, ég borða mat þar til hann er ónýtur.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Já.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Kreista bólur og kroppa ofan af sárum.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Ég öskra mjög sjaldan, en mig minnir að það hafi verið yngri dóttir mín sem getur verið algjört „pain.“

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Að hafa ekki séð Michael Jackson á sviði.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Marr í snjó.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Ég vann einu sinni einn dag í fiski og mætti aldrei aftur.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Að það væri „heilarandi“ í rólunni en komast að því 35 ára að það væri „heilagur andi“ í rólunni, en maður setti stein í róluna þegar maður tók róluna frá og sagði þessi orð.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Ég hjálpi þér.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, mundirðu hringja í lögregluna?
Ég þekki Geir Ólafs svo það kæmi mér ekkert á óvart að hann væri í sturtunni minni. Geir er svo óútreiknanlegur.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að þroskast og verða betri manneskja með hverju árinu.

Hvað er framundan um helgina?
Ég er að syngja um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af