Fókus

Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir skrifar
Laugardaginn 6. janúar 2018 10:30

„Það er undarlegt að í hvert sinn sem kona er valin íþróttamaður ársins krefjast sumir þess að kjósa aðskilið um íþróttamann og íþróttakonu ársins. Ef hins vegar karl er kosinn virðast þeir hinir sömu bara nokkuð sáttir. Til hamingju Ólafía Þórunn, – vel að titlinum komin.“

34 læk

Eiríkur Jónsson sagði að sömu menn og kvarta undan misrétti þegar kona er valin íþróttamaður ársins segi ekkert þegar maður verður fyrir valinu. Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, var ekki sáttur við að Ólafía Þórunn hefði verið valin íþróttamaður ársins 2017. Hann kallaði eftir því á Twitter að íþróttamaður og íþróttakona ársins yrðu valin.


„Hvað nákvæmlega var rangt hjá Sævari? Endilega útskýrðu það. Eða ertu bara að fara í manninn af því að vísindalegar staðreyndir passa ekki við tilfinningar þínar?“

81 læk

Palli Thordarson svaraði Sigurbirni Ágústi Ragnarssyni Hjelm í ummælum DV.is. „Fékk maðurinn flugeld í hausinn vælandi um bann á flugeldum og nú líkamsrækt, er ekki best að hætta þessari athyglisýki og halda sig við stjörnurnar, best geymdur þar,“ sagði Sigurbjörn um Sævar. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, gagnrýndi „infrarauða hitann“ hjá Reebok fitness.


„Maðurinn sem prentaði „you rapist bastard“ að kvarta yfir að það sé ámælisverð fréttamennska að birta viðtal með svo alvarlegum ásökunum á hendur einstaklingi?

Það skyldi þó ekki vera yfirþyrmandi kaldhæðnin í þessu sem er að valda því að það frystir um allan heim?“

43 læk

Jón Þormar sagði það vera kaldhæðni að Ingi Kristján Sigurmarsson segði að sárt væri að sitja undir ásökunum, en hann var sakaður af fyrrverandi kærustu sinni, Dýrfinnu Benitu, um nauðgun. Ingi Kristján er þekktur fyrir að hafa kallað Egil Einarsson, Gillzenegger, „rapist bastard.“


„Best að banna almenna sölu alfarið.“

21 læk

Stefán H. Kristinsson sagði að best væri að banna alfarið almenna sölu á flugeldum. Umræðan um flugeldasölu var eldfim í vikunni.


„Hugrökk stelpa“

32 læk

Bubbi Morthens sagði að Dýrfinna Benita væri hugrökk. Í viðtali við DV segir Dýrfinna að þrír karlmenn hefðu ráðist á hana og kærasta hennar, Þórð Inga Jónsson. Að sögn Dýrfinnu má rekja árásina til þess að hún sakaði fyrrverandi kærasta sinn, Inga Kristján Sigurmarsson, um nauðgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Hvað segir dóttirin?