fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Leikstjóri Skaupsins og dóttir Bjarna ekki lengur að rugla saman reytum

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 5. janúar 2018 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og RÚV greindi frá í gær þá hafði leikstjóri Skaupsins ekkert um þau atriði að segja þar sem gert var grín af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Ástæða þessa var sögð að leikstjórinn, Arnór Pálmi Arnarson, hafi átt í sambandi við dóttur Bjarna, Margréti Bjarnadóttur. Hið rétta er að samband þeirra mun hafa verið óformlegt og er nú lokið.

Þrátt fyrir þetta þurfti að ganga úr skugga að tengsl Arnórs myndu ekki hafa áhrif á efnistök Skaupsins. „Við ákváðum á fyrsta degi að í hvert skipti sem við myndum ræða um Bjarna Benediktsson þá hefði Arnór ekki atkvæðisrétt. Það var núll vandamál með það,“ sagði Dóra Jóhannsdóttir, yfirhandritshöfundur Skaupsins, í viðtali við RÚV.

Flest allir fjölmiðlar greindu frá sambandi Arnórs og Margrétar í kjölfar fréttar RÚV en hvergi var minnst á að þau væru ekki lengur að hittast. Fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson gagnrýndi fyrr í dag val RÚV á leikstjóra og sagði það í hæsta máta óeðlilegt að honum hafi verið falið það verkefni.

„Bíddu, fyrst setur sýslumaður Sjálfstæðisflokksins lögbann á umfjöllun óháðra aðila um spillingu Bjarna Ben og svo felur Ríkisútvarpið vonbiðli dóttur Bjarna að leikstýra áramótaskaupinu. Ekki að undra að hægri drengir eins og Gísli Marteinn og Logi Bergmann séu að pissa í sig af hlátri. Samkvæmt skaupinu sprakk ríkisstjórn Bjarna ekki vegna varðstöðu hans með vini bjarnaníðings, sem vill svo til að er faðir Bjarna, gegn skýrum kröfum þolanda níðingsins, heldur út af unglingslegum dillum í krökkunum í Bjartri framtíð. Sem er einmitt sú söguskoðun sem Bjarni hefur haldið á lofti,“ segir Gunnar Smári á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á