fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga: Verst að upplifa ótímabæran missi

Sorg og gleði – Trúa á ástina – Perrar – Barneignir – Ást á ónýtu kerfi – Verður amma – Óvirðing við hinn látna – Erfitt að ná ekki að kveðja vinkonu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gekk á ýmsu í samfélaginu árið 2017. #Metoo byltingin hafði gríðarleg áhrif, þá féll ríkisstjórn og önnur reis í staðinn. Hér ætlum við ekki að fjalla um samfélagsmál nema að hluta.

Í áramótablaði DV tjáðu þekktir Íslendingar sig um sínar verstu stundir á árinu og þær bestu. Sumir tjáðu sig um erfiðan missi, kynferðislega áreitni og árásir á netmiðlum. Þá opnuðu hinir þekktu Íslendingar sig um ný líf, börn, barnabörn og getur einn fyrrverandi þingmaður ekki beðið eftir að verða amma. Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu 2017.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður og formaður Viðreisnar

Verst að upplifa ótímabæran missi

Þegar kemur að stjórnmálunum eða þeim vettvangi sem ég lifi og starfa á er auðvelt að svara því hverjar voru hæðir og lægðir þessa árs sem nú er á enda. Ég mun hins vegar halda mig við það sem spurt er um og það er það persónulega. Það besta – fyrsta sem ég leiddi hugann að var ferming dóttur minnar og myndin sem kemur upp í hugann þegar hún var full tilhlökkunar að telja niður dagana þar til hún myndi fermast. Hún brosti allan hringinn og var eins og sólin ein. Katrín Erla er reyndar eina barnið mitt sem ekki fermist í kaþólsku kirkjunni, það er pínu skrýtið, en séra Sigríður og séra Einar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði tóku henni opnum örmum eins og þeim einum er lagið. Mikil vellíðan.

Tilhlökkun dótturinnar beindist fyrst og fremst að því hverjir kæmu til hennar á fermingardaginn en henni líður sjaldan jafn vel og þegar fjölskyldan og vinir eru í heimsókn. Svolítið út á það sem jólahátíðin gengur út á – fjölskyldutengsl, gleði og kærleika. Það besta er líka fólkið sem ég kynntist betur á árinu. Langflestir þessara einstaklinga eru topp eintök. Margbreytileiki persóna reynir á mann sjálfan og er ákveðið lærdómsferli. Skemmtilegt og ögrandi í senn. Miskunnarlaust og heillandi.

Ég gæti auðveldlega sagt að það hafi verið glatað að spila sjaldan, og frekar ömurlegt, golf á árinu og vonbrigði með litla viðveru í sveitinni minni. Geri gangskör að því að auka tímann í Ölfusinu á nýju ári og setja niður plöntur. En það versta á árinu var að upplifa ótímabæran missi góðrar vinkonu. Þegar of margt er eftir órætt.

Reynir Traustason fjölmiðlamaður og fyrrverandi ritstjóri DV

Þakklæti fyrir skilvirkt heilbrigðiskerfi

Versta upplifun ársins var þegar yngsta barnabarnið mitt, Bríet Emma Branolte, fékk skyndilega krampa og missti meðvitund. Þetta gerðist heima hjá okkur hjónum þar sem Bríet og foreldrar hennar búa tímabundið. Þegar stúlkan, sem eins árs, fékk krampann var umsvifalaust hringt í 112. Eftir þrjár mínútur var sjúkrabíll kominn á staðinn. Barnið fékk strax viðeigandi meðferð og komst til meðvitundar. En á leiðinni á spítalann komst hún aftur í sama ástand og var allt sett í gang til að bjarga litlu barni. Allt fór vel að lokum. Bríet Emma sneri heim af spítalanum eftir sólarhringsdvöl og ítarlegar rannsóknir. Líklegt er að þetta hafi verið hitakrampi. En eftir situr léttir og þakklæti fyrir heilbrigðiskerfi sem er svo skilvirkt.

Besta stund ársins var á Úlfarfsfelli þegar ég gekk í þúsundasta sinn á fjallið. Ferðafélag Íslands taldi tilvalið að halda vorhátíð á fjallinu í tilefni af 90 ára afmæli sínu og þúsundustu tímamótunum. Úlfarsfell 1000 varð að veruleika. Stuðmenn, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson, Valdimar, Haukurinn og kór Skrefanna lögðu sitt af mörkum til að gera viðburðinn að sannkölluðu ævintýri. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti á svæðið með Ragga innanborðs. Markmiðið var að ná 1.000 manns á fjallið en yfir 2.000 komu á hátíðina. Þetta var ein magnaðasta stund ársins af mörgum góðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla