fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Svarið er já – Brúðkaup 2017

Þau gengu í hjónaband á árinu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. desember 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt yndislegra en þegar tveir einstaklingar játa ást sína fyrir hvor öðrum, vinum og vandamönnum. Á árinu 2017 gengu fjölmörg pör upp að altarinu, hvort sem var í kirkju eða undir berum himni og játuðu ást sína frammi fyrir guði og mönnum. Hér eru nokkrir þekktir einstaklingar sem settu upp hringa á árinu.

Brúðkaup ársins er 17. júní brúðkaup Kristbjargar Jónasdóttur, afrekskonu í fitness og einkaþjálfara, og Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og leikmanns Cardiff í Hallgrímskirkju. Þau eiga einn son.
Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson Brúðkaup ársins er 17. júní brúðkaup Kristbjargar Jónasdóttur, afrekskonu í fitness og einkaþjálfara, og Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og leikmanns Cardiff í Hallgrímskirkju. Þau eiga einn son.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Hjalti Sigvaldason Mogensen lögmaður giftu sig 19. ágúst í Akraneskirkju. Þau eiga tvö börn.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Hjalti Sigvaldason Mogensen Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Hjalti Sigvaldason Mogensen lögmaður giftu sig 19. ágúst í Akraneskirkju. Þau eiga tvö börn.
Jón Jónsson söngvari og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir giftu sig í Dómkirkjunni 1. júlí. Það var vinur Jóns, uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson, sem kynnti þau á sínum tíma og því vel við hæfi að hann væri veislustjóri í brúðkaupsveislunni. Hjónin eiga tvö börn.
Hafdís Björk Jónsdóttir og Jón Jónsson Jón Jónsson söngvari og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir giftu sig í Dómkirkjunni 1. júlí. Það var vinur Jóns, uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson, sem kynnti þau á sínum tíma og því vel við hæfi að hann væri veislustjóri í brúðkaupsveislunni. Hjónin eiga tvö börn.
Íslandsvinirnir Oliver Luckett og Scott Guinn giftu sig 17. júní í Grímsnesi og gaf Hilmar Örn Hilmarsson þá saman. Hjónin hafa heillast af landi og þjóð og einu fallegasta einbýlishúsi landsins, Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi, sem þeir búa í.
Oliver Luckett og Scott Guinn Íslandsvinirnir Oliver Luckett og Scott Guinn giftu sig 17. júní í Grímsnesi og gaf Hilmar Örn Hilmarsson þá saman. Hjónin hafa heillast af landi og þjóð og einu fallegasta einbýlishúsi landsins, Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi, sem þeir búa í.
Valdimar Víðisson, skólastjóri í Öldutúnsskóla, og Sigurborg Geirdal kennari giftu sig 10. júní. Valdimar hefur frá barnsaldri verið einlægur aðdáandi þjóðargerseminnar Ragnars Bjarnasonar, sem að sjálfsögðu tróð upp í veislunni, brúðhjónum og gestum til mikillar gleði.
Valdimar Víðisson og Sigurborg Geirdal Valdimar Víðisson, skólastjóri í Öldutúnsskóla, og Sigurborg Geirdal kennari giftu sig 10. júní. Valdimar hefur frá barnsaldri verið einlægur aðdáandi þjóðargerseminnar Ragnars Bjarnasonar, sem að sjálfsögðu tróð upp í veislunni, brúðhjónum og gestum til mikillar gleði.
Kristín Tómasdóttir rithöfundur og Guðlaugur Aðalsteinsson, auglýsingamógull í Brandenburg, héldu glæsilegt sveitabrúðkaup í Borgarfirði 1. júlí.
Kristín Tómasdóttir og Guðlaugur Aðalsteinsson Kristín Tómasdóttir rithöfundur og Guðlaugur Aðalsteinsson, auglýsingamógull í Brandenburg, héldu glæsilegt sveitabrúðkaup í Borgarfirði 1. júlí.
Geir Ólafsson söngvari og Adriana Patricia Sánchez Krieger markaðsfræðingur giftu sig 20. ágúst í Bústaðakirkju. Þau eiga eina dóttur.
Geir Ólafsson og Adriana Patricia Sánchez Krieger Geir Ólafsson söngvari og Adriana Patricia Sánchez Krieger markaðsfræðingur giftu sig 20. ágúst í Bústaðakirkju. Þau eiga eina dóttur.
Leikararnir Esther Talía Casey og Ólafur Egill Egilsson buðu í fertugsafmæli í nóvember. Þar komu þau gestum rækilega á óvart þegar afmælið breyttist í brúðkaup. Þau eiga tvö börn.
Esther Talía Casey og Ólafur Egill Egilsson Leikararnir Esther Talía Casey og Ólafur Egill Egilsson buðu í fertugsafmæli í nóvember. Þar komu þau gestum rækilega á óvart þegar afmælið breyttist í brúðkaup. Þau eiga tvö börn.
Kristjón Kormákur Guðjónsson, aðalritstjóri DV, og Auður Ösp Guðmundsdóttir, blaðamaður á DV, staðfestu heit sín fyrir fullu húsi gesta í Iðnó 11. nóvember, en Elvis sjálfur gaf þau saman í Las Vegas á jóladag í fyrra. Náðu þau að halda brúðkaupinu leyndu í þrjá daga.
Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Kristjón Kormákur Guðjónsson, aðalritstjóri DV, og Auður Ösp Guðmundsdóttir, blaðamaður á DV, staðfestu heit sín fyrir fullu húsi gesta í Iðnó 11. nóvember, en Elvis sjálfur gaf þau saman í Las Vegas á jóladag í fyrra. Náðu þau að halda brúðkaupinu leyndu í þrjá daga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki