fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Þau hættu á Facebook á árinu

„Ég er á Facebook, þess vegna er ég til“ – Munu einn daginn rísa upp frá dauðum á Facebook

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 29. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er á Facebook, þess vegna er ég til.“ Hefði franski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn René Descartes verið uppi á okkar tímum er mögulegt að hann hefði látið þessa setningu frá sér fara. Til fróðleiks var Descartes kunnastur fyrir róttækan efa og þaðan á hans frægasta setning rætur sínar: „Ég hugsa, þess vegna er ég til.“

Fjölmiðlar birta á hverju ári fréttir um fólk sem hefur fallið frá á árinu. Það sem ekki hefur verið fjallað um áður eru þeir sem hafa fallið frá á Facebook. Þá er átt við þá sem hafa ákveðið að loka Facebook-síðum sínum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi þar sem nánast öll þjóðin er á Facebook þykja það tíðindi þegar fólk lokar síðu sinni. Það jafnvel syrgir viðkomandi eins og í tilfelli Brynjars Níelssonar þingmanns. Sumir fögnuðu dauða hans á Facebook á meðan stærri hópur sá eftir þingmanninum sem var iðinn og oft fjörugur á Facebook. Aðdáendum til huggunnar eru talsverðar líkur á að Brynjar muni einn daginn rísa upp frá dauðum. „Ég er á Facebook, þess vegna er ég til.“

Þau hættu á Facebook á árinu:

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Brynjar Níelsson
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað af heilsufarsástæðum að hætta á Facebook. Brynjar sagði samskipti á samfélagsmiðlinum vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks mismunandi og sumir beri lítið skynbragð á kaldhæðni.

„Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros- og skeifukarla sem í boði eru.“

Mynd: Sigtryggur Ari

Jónína Benediktsdóttir

„Hæ hæ ekkert drama í gangi hér eða „persónuárásir“, þessi fjölmiðill minn er bara einfaldlega „gjaldþrota“ því eigandinn fjárfesti um of“. Þetta sagði Jónína Ben sem ákvað að loka núverandi Facebook-síðu sinni. Ástæðuna sagði hún vera að hún hafi skrifað „tóma dellu“ undir áhrifum áfengis á síðuna og baðst hún afsökunar á því.

Jökull í Kaleo

Mynd: www.facebook.com/theband.kaleo

Jökull Júlíusson er besti söngvari landsins og þenur raddböndin fyrir eina vinsælustu hljómsveit heims, Kaleo. Hann hvarf af Facebook í ár. Hann er hins vegar virkur á Instagram þar sem hann birtir oft myndir af sér berum að ofan.

Robert Downey

Róbert Downey, sem dæmdur var fyrir barnaníð og fékk síðar uppreist æru, lokaði Facebook-síðu sinni þegar fjölmiðlar greindu frá máli hans. Samkvæmt heimildum DV opnaði hann aðra undir öðru nafni.

Tómas Møller

Tómas Møller sem dæmdur var fyrir að myrða Birnu Brjánsdóttur lét loka Facebook-síðu sinni á meðan hann var í varðhaldi. Líklega hefur hann óskað eftir því við lögmann sinn eða komið skilaboðum áleiðis til ættingja um að loka Facebook-síðunni.

Guðmundur Kjartansson

Guðmundur Kjartansson varð Íslandsmeistari í skák. Hann hvarf af samfélagsmiðlinum og var sárt saknað af skákáhugamönnum. Hann hætti til þess að öðlast meiri ró í lífi sínu og ná þar með betri árangri í skák.

Hermann Stefánsson rithöfundur
Rithöfundurinn og ólíkindatólið hætti á Facebook á árinu. Hann hætti einnig um stund í Rithöfundasambandinu en gekk svo í það aftur. Hann hefur hins vegar ekki látið sjá sig á ný á Facebook.

Ragnar Bragason leikstjóri

Mynd: Mynd: DV – Sigtryggur Ari

Ragnar er einn besti leikstjóri landsins. Hann ákvað að hætta á Facebook fyrir skömmu til að fá frið yfir jólin.

„Nei ég hætti mjög tímabundið núna bara í aðdraganda jólanna. Það gerðist bara í fyrradag. Hvað eruði að njósna. Það er bara mjög tímabundið hjá mér. Engar stórar ástæður á bak við það heldur en bara að fá frið í aðdraganda jólanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn