fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Jón Jónsson er ekki leiðinlegur

Sigurvin Ólafsson
Þriðjudaginn 26. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn, sjónvarpsmaðurinn, tuðrusparkarinn og Hafnfirðingurinn Jón Jónsson er mjög hress náungi. Svo hress að hann var reiðubúinn að taka sér stutt frí frá jólaundirbúningnum og sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Jón Jónsson eða vera annað en tónlistarmaður?

Þrúðmar Arinbjarnarson og vera bóndi og rafeindavirki.

Hverjum líkist þú mest?

Satan á hvolfi.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?

Að ég sé leiðinlegur.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?

Þessi gæi gaf allt sem hann átti í þessa snilld sem við köllum líf.

Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?

Svipaður og appelsínugulur, bara án appelsínunnar.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?

Dönsum eins og hálfvitar með Frikka Dé.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?

Stund milli kvefa.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þó þú þekkir þá ekki persónulega?

Bransanikkið er möst.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?

Þú skalt ekki hringja í náungann eftir klukkan 22.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?

Dorg.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?

Mér fannst frekar nett að búa í USA þegar þau fengu í fyrsta sinn forseta sem var ekki hvítur.

Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?

Píla í Hvolpasveitinni.

Hver er fyndnasta „pick-up“ línan sem þú hefur heyrt?

Fyrirgefðu, er klósett hérna? Ég er að skíta í mig þú ert svo fallegur.

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?

Hver er uppáhaldshljómsveit Bjúgnakrækis? BjúgTwo.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?

Að pabbi væri geggjaður á gítar.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?

Hjálpaðu þér.

Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?

Ég myndi breytast í púpu og svo í fiðrildi.

Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi?

Því þau eru ekki vænggefin.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Júróvisjón fyrir Íslands hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?

“FrikKing sDórkostlegt” en alla fréttina mætti finna í vikulegum dálki ritstjórans um keppnina en sá bæri heitið: „Ertu Júróviss, Jón?“

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?

Ég myndi biðja kónginn um að syngja Jólamavurinn.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?

Að elska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt