Gefur út jólaplötu

Kristinn H. Guðnason skrifar
Þriðjudaginn 26. desember 2017 19:30

Benedikt Jóhannesson missti ráðherrastólinn, formannsstól Viðreisnar og þingsætið á þessu ári en lætur ekki deigan síga og stefnir á útgáfu geislaplötu fyrir næstu jól. Benedikt var ritstjóri viðskiptavikuritsins Vísbendingar en forveri hans í starfi, Eyþór Ívar Jónsson, hóf þann sið að semja lag fyrir hver jól. Benedikt viðhélt þessum sið og hefur meðal annars samið hugljúf píanólög. Alls eru jólalög ritstjóranna um fimmtán talsins og stefna þeir á að gefa þau út og halda útgáfutónleika með kórum og gestaflytjendum. „Eitthvað verður maður að gera,“ segir Bensi.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=WZVQtmaU2HM&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af