fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Iðunn er hermaður í Noregi: „Þú getur alltaf gert meira en þú heldur“

Auður Ösp
Sunnudaginn 10. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég myndi ekki segja að þetta væri fyrir alla en ég myndi samt mæla með þessu fyrir bæði kynin. Þú lærir svo ótrúlega margt, ekki síst sjálfsaga og að standa á eigin fótum,“ segir hin tvítuga Iðunn Getz Jóhannsdóttir en hún ber tvo afar ólíka starfstitla. Hún er lærður förðunarfræðingur en hefur undanfarna mánuði gegnt herþjónustu í Ósló og meðal annars staðið vaktina fyrir utan höll norsku konungsfjölskyldunnar.

Iðunn ólst upp í Garðabæ til 16 ára aldurs, hjá norskri móður og íslenskum föður, en fjölskyldan fluttist búferlum til Þrándheims árið 2013. Herskylda kvenna hefur verið í gildi í Noregi frá árinu 2015 og var Iðunn á lokaári í menntaskóla þegar hún fékk herkvaðningu. Hún ákvað að eigin sögn að henda sér út í djúpu laugina og að loknu inntökuprófi tók við þriggja mánaða grunnþjálfun.

„Þarna lærðum við allt mögulegt, eins og hvernig beita á vopni, kveikja á prímus, setja upp tjald, beita skyndihjálp og nota kort og áttavita. Það var líka farið sérstaklega út í stríðstækni í skógi og síðan voru bóklegir tímar og líkamsþjálfun.“

Iðunn hóf í kjölfarið störf hjá einni af herdeildum konungshirðarinnar í Ósló í apríl á þessu ári. Starfið snýst að miklu leyti um að gæta öryggis í opinberum byggingum og í konungshöllinni, og einnig á öðrum heimilum meðlima konungsfjölskyldunnar. Meðlimir herdeildarinnar standa einnig vaktina á þjóðarhátíðardaginn og við ýmis tilefni eins og setningu þingsins. Starfið innan hersins er sögn Iðunnar afar fjölbreytt og enginn dagur eins. Þá fylgja því ýmis fríðindi.

„Fyrir utan það þá hef ég fengið að kynnast sjálfri mér svo mikið betur. Ég er sjálfstæðari og öruggari og duglegri við að gefa af mér en áður. Auk þess hef ég séð hversu mikið ég get gefið af mér andlega og líkamlega, miklu meira en ég vissi að ég væri fær um. Þú getur alltaf gert meira en þú heldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“