fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Eva María brotnaði saman

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu fyrir skemmstu ásamt Elizu Reid forsetafrú.

Undanfarna daga hefur gengið um Facebook myndbrot af heimsókninni en í flóttamannabúðunum búa fjölmargar konur og börn sem flúið hafa stríðsástandið í Sýrlandi. Talið er að 80% íbúa þar séu konur og börn.

Í myndbandinu segir Eva að þarna séu konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækja UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og stúlkur.

Heimsóknin virðist hafa fengið mikið á Evu Maríu en á einum tímapunkti í myndbandinu sést hún með tárin í augunum.

Á heimasíðu UN Women kemur fram að samtökin á Íslandi hafi hafið neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur í búðunum. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms-ið KONUR í númerið 1900. SMS-ið kostar 1.490 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“