fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Örvæntingarfull tilraun Harvey Weinstein: Sagður hafa ráðið heilan her af einkaspæjurum í vinnu

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa reynt ýmislegt til að ásakanir fjölda kvenna gegn honum kæmust aldrei í dagsljósið. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni og alvarlegri brot.

Hið virta tímarit New Yorker greinir frá því að hann hafi fengið liðsmenn Black Cube til að grafa upp eitthvað vafasamt úr fortíð þeirra sem ásökuðu hann og blaðamannanna sem vildu fjalla um málið. Black Cube er fyrirtæki sem rekið er af fyrrverandi liðsmönnum Mossad, leyniþjónustu Ísraels.

Í grein Ronan Farrow, sem fjallað hefur um mál Weinsteins að undanförnu, kemur fram útsendarar Black Cube hafi siglt undir fölsku flaggi þegar þeir hittu leikkonuna Rose McGowan í nokkur skipti á síðasta ári. McGowan hefur sakað Weinstein um nauðgun.

Sögðust útsendararnir vera frá samtökum sem kenna sig við jafnrétti kynjanna, en tilgangurinn hafi verið að veiða McGowan í einhverskonar gildru. Útsendarar Black Cube eru einnig sagðir hafa rætt við blaðamenn og aðrar leikkonur við svipaðar kringumstæður. Útsendararnir eru síðan sagðir hafa skrifað skýrslur um hvern og einn.

Svo virðist vera sem Weinstein hafi áttað sig á hvað væri yfirvofandi því hann er sagður hafa haft fyrst samband við Black Cube fyrir um ári síðan. Eins og kunnugt var það á haustmánuðum sem málið komst í hámæli. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að nýta sér tengsl við fjölmiðlamenn í sína þágu, til dæmis Dylan Howard hjá American Media Inc. sem meðal annars gefur út blaðið National Enquirer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“