fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Priscilla Presley yfirgefur Vísindakirkjuna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Priscilla Presley hefur sagt skilið við Vísindakirkjuna eftir að hafa verið þar meðlimur í fjóra áratugi. „Ég hef fengið nóg. Ég er hætt,“ sagði hin 72 ára gamla Priscilla við vini sína. Að sögn kynntist Priscilla störfum Vísindakirkjunnar eftir lát fyrrverandi eiginmanns síns Elvis Presley, og gerðist meðlimur eftir hvatningu John Travolta. Hún ól dóttur þeirra Elvis, Lisu Marie, upp í anda kenninga Vísindakirkjunnar. Lisa Marie sagði skilið við Vísindakirkjuna árið 2014 og sagði: „Ég var smám saman að tortíma sjálfri mér. Þeir voru að taka sál mína, peningana mína, allt sem ég átti.“

Frægar stjörnur hafa á liðnum árum yfirgefið Vísindakirkjuna, þar á meðal Nicole Kidman og Katie Holmes, fyrrverandi eiginkonur Toms Cruise, en hann segir kirkjuna hafa bjargað sér. Leikkonan Demi Moore og kvikmyndaframleiðandinn Paul Haggis eru einnig meðal þeirra sem sagt hafa skilið við Vísindakirkjuna. Haggis segir að fræga fólkið yfirgefi kirkjuna hljóðlega því það sé dauðhrætt.

Þeir einstaklingar sem gerast meðlimir Vísindakirkjunnar þurfa að fara í gegnum próf þar sem spurt er mjög persónulegra spurninga um einkalíf þeirra. Því hefur verið haldið fram að viðkvæmar upplýsingar úr þessum prófum séu jafnvel notaðar til að kúga viðkomandi til að halda tryggð við kirkjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki