fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Jón Jónsson hitti eldheitan aðdáanda í kaffibúð í Boston

Auður Ösp
Fimmtudaginn 12. október 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í verslun Nespresso í Boston starfar ungur maður sem tekið hefur ástfóstri við íslenskra rapptónlist og er mikill aðdáandi Emmsjé Gauta, Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar. Það er Jón Jónsson sjálfur sem hitti afgreiðslumanninn á dögunum og birti myndskeið af fundinum á Twitter.

Myndskeiðið birtir Jón eftir að mosfellingurinn Stefán Pálsson sagði frá kynnum sínum af starfsmanninum á Twitter en sá ber nafnið Connor. Mun Connor hafa tjáð Stefáni að hann elskaði nýju plötuna með Jóa Pé og Króla og væri þar að auki mikill aðdáandi Emmsjé Gauta og bræðranna Friðrik Dórs og Jóns Jónssonar.

„Hann talar ekki stakt orð í íslensku og hefur aldrei komið til Íslands. Hann elskar bara íslenskt rapp,“ ritaði Stefán og birti Jón þá athugasemd undir með orðunum: „Connor er maðurinn!“

Greinilegt er að vel fór á með þeim Jóni og Connor en Connor kveðst meðal annars hlusta á íslenska rapparann KÁ-AKÁ eða „Kaka“ eins og ber nafnið fram. Þá heldur hann mikið upp á lagið „Keyrumettaígang“ í flutningi Friðriks Dórs.

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“