fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Karítas Harpa með fallega ábreiðu til heiðurs Ellý Villhjálms: „Þakklát fyrir hennar fyrirmynd, hennar þrek og þol“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. október 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hugsanlega hefði hún gert eitthvað öðruvísi og það stakk mig svo og stingur mig er sú tilhugsun að einhver fari frá þessu lífi ekki sáttur við það sem viðkomandi gerði eða öllu heldur gerði ekki,“ segir Karítas Harpa Davíðsdóttir söngkona og vísar þar í lífshlaup Ellýjar Vilhjálms, einnar dáðustu dægurlagastjörnu Íslands fyrr og síðar. Karítasa birti á dögunum fallega ábreiðu á einu af þekktusut lögum Ellýjar, Ég veit þú kemur.

Karítas Harpa er Íslendingum kunn eftir að hún stóð uppi sem sigurvegari í annarri þáttaröð af The Voice en myndskeið af ábreiðunni birti hún á facebook á dögunum um leið og hún greindi frá því að hún væri djúpt snortin eftir að hún sá leiksýninguna Ellý í Borgarleikhúsinu.

„Þvílíkt hörkukvendi, þvílíkir hæfileikar og þvílíkar raunir sem þessi kona þurfti að þola á þessum tímum. Það er svo sannarlega ekki alltaf auðvelt að elta drauma sína, hefur aldrei verið og mun líklega aldrei vera. Elsku stelpan hefði hugsanlega gert eitthvað öðruvísi hefði hún haft kost á því en mikið er ég þakklát fyrir hennar fyrirmynd, hennar þrek og þol. Mikið þakka ég fyrir tónlistina sem hún gaf af sér og skildi eftir sig því þessi tónlist hefur verið svo stór partur af mér alveg frá því að ég var bara pínulítil stelpa,“

ritar Karítas Harpa sem sækir mikinn innblástur í sögu Ellýjar. „Mikið ætla ég að halda áfram að reyna að syngja eftir mínu nefi og mikið innilega vona ég að allir geri það, hver svo sem „söngur“ fólks er, draumar eða þrár, að fólk sækist eftir því og gefist ekki upp. Mikið vona ég að við getum öll litið til baka sátt við okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig