Fókus

Agla Steinunn kemur Biggest Loser til varnar: „Ég upplifði mig aldrei smánaða“

Auður Ösp
Mánudaginn 9. október 2017 09:15

„Mín upplifun er sú að ég kom mun sterkari út eftir að ferlinu lauk. Öðlaðist kjark til að taka erfiðar ákvarðanir og standa með sjálfri mér, meiri trú á eigin getu og ómetanlega reynslu sem ég mun aldrei gleyma né nokkurntímann vilja gleyma,“ segir Agla Steinunn Bjarnþórudóttir sem fór með sigur af hólmi í þriðju þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland. DV greindi á dögunum frá ummælum Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur sem sakar stjórnendur þáttana um fitufordóma og telur þættina lítillækka og smána feitt fólk. Agla Steinunn lýsir upplifun sinni á annan veg.

Þann 30.september síðastliðinn birti DV.is viðtal við Stefaníu Fjólu Elísdóttur móður Áka Pálssonar, sem var sendur heim úr Biggest Loser eftir annan þátt. Fram kom í viðtalinu að Stefanía væri bæði ósátt við við þá framkomu sem sonur hennar varð fyrir í þáttunum og að hún teldi þá framkomu vera niðurbrjótandi.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu hefur áður sakað stjórnendur þáttana um fitufordóma. Í kjölfar viðtals DV tjáðu sig um þættina á facebooksíðu sinni. Sagði hún þættina ekki snúast um fagmennsku og að hjálpa fólki heldur væri hér á ferð „hreinn og klár viðbjóður“:

„Tilgangur þáttanna hefur aldrei verið annar en að lítillækka og smána feitt fólk.“

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir.
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir.

Mynd: Kristinn Magnússon

Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý er önnur af þjálfurm þáttanna en hún svaraði ásökunum Töru í útvarpsþættinum K100:

„Ég held að það séu mjög margir sem sjái að við erum raunverulega að gera mjög góða hluti. Nema Tara ætlar að vera svolítið sein að fatta það,“ sagði hún og bætti við á öðrum stað:

„Ég veit alveg hvað við erum að gera, við erum búin að gera geggjaða hluti, ég og Evert saman. Við erum búin að hjálpa fullt af fólki, bæði í Biggest Loser og svo fyrir utan, eitthvað sem hefur komið í kjölfarið.“

Guðríður Torfadóttir, þjálfari í Biggest Loser.
Guðríður Torfadóttir, þjálfari í Biggest Loser.

Mynd: Youtube/skjáskot

Meðvituð ákvörðun

Í pistil á facebooksíðu sinni tjáir Agla Steinunnn sig um sína upplifun af Biggest Loser en hún segir sjónarhorn keppendana sjálfra hafa gleymst í umræðunni seinustu daga.

„Umræðunni er stillt upp á þann veg, að verið sé að gera lítið úr þeim, niðurlægja, níðast á og þar fram eftir götunum. En það sem vill gleymast er, og ég get vitnað um frá fyrstu hendi, að það eru keppendurnir sjálfir sem taka þá ákvörðun að taka þátt í prógramminu.“

Agla Steinunn bendir á að þeir sem skrái sig til leiks í Biggest Loser séu í flestum tilvikum meðvitaðir um hvað þáttakan feli í sér.

„Uppsetning þáttanna ætti ekki að koma neinum á óvart, þegar maður skráir sig í keppnina eða ákveður að taka þátt (hafi einhver annar sent umsóknina inn fyrir mann), þá veit maður vel til hvers er ætlast af manni. Þú munt þurfa að standa fáklædd/ur á vigt fyrir framan myndavélar, þú veist það verða nærgöngular spurningar og umfjallanir um persónuleg málefni, æfingarnar verða stífar og mikil keyrsla með fylgjandi áreynslu, þjálfararnir munu standa yfir þér, píska þig áfram og dagarnir munu taka verulega á.“

Jafnframt bendir Agla Steinunn á að þeir sem hafa háð áralanga baráttu við aukakílóin hafi oftar en ekki reynt öll möguleg úrræði en stundum þurfi einfaldlega meira til. „Annað eins hefur fólk reynt. Í gegnum tíðina hefur margt tíðkast í baráttu við aukakílóin. Fólk hefur farið á súpukúra, borðað nánast ekkert, notast við fæðubótarefni, borðað engin kolvetni eða hvað eina. Þegar maður glímir við mikla ofþyngd og vill taka á þeim vanda til að öðlast heilbrigðara líf þá þarf oft mikið til og viðamiklar breytingar að eiga sér stað til að sett markmið náist. Ein sú leið sem er í boði er þátttaka í Biggest Loser.“

Hún segir það hafa verið fullkomlega meðvitaða ákvörðun þegar hún skráði sig til leiks á sínum tíma. „Það var ég sem sótti um. Ég sat við símann og beið spennt eftir fréttum af því hvort ég hafi komist inn. Ég ákvað að fara frá börnunum mínum í 9 vikur til að geta tekið þátt og sé ekki eftir einni sekúndu af þeim tíma,“ ritar Agla Steinunn og bætir við í lokin.

„Ég upplifði mig aldrei smánaða, lítillækkaða eða að væri níðst á mér. Þvert á móti.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn
Fyrir 4 dögum

Dóra kláraði prófin jafn vel og kosningarnar

Dóra kláraði prófin jafn vel og kosningarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“
Fókus
Fyrir einni viku

Fullt af fólki hætt við að gifta sig út af leiknum á laugardaginn: Óvenju mikið um afpantanir í kirkjum

Fullt af fólki hætt við að gifta sig út af leiknum á laugardaginn: Óvenju mikið um afpantanir í kirkjum
Fókus
Fyrir einni viku

11 ára gamall sonur Rikku sýnir meistaratakta sem skurðlæknir: „Framtíðin er í höndum unga fólksins,“ segir mamman stolt

11 ára gamall sonur Rikku sýnir meistaratakta sem skurðlæknir: „Framtíðin er í höndum unga fólksins,“ segir mamman stolt