Fókus

Fangaði bónorð á filmu fyrir algjöra slysni: Þekkir þú ástfangna parið á myndinni?

„Þetta gæti verið eina ljósmyndin sem til er af þessu einstaka augnabliki í lífi þeirra beggja“

Auður Ösp
Sunnudaginn 8. október 2017 17:00

„Ég trúði því varla að ég hefði náð að fanga þetta augnablik á filmu án þess að hafa hugmynd um það,“ segir Brett Missick, bandarískur atvinnuljósmyndari sem staddur var við Skógafoss á dögunum. Fyrir algjöra tilviljun náði hann að festa á filmu þegar ungur maður fór niður á hnéð og bað um hönd unnustu sinnar. Gallinn er þó sá að Brett tók ekki eftir parinu fyrr en hann skoðaði myndirnar eftirá. Hann vill nú gjarnan hafa uppi á turtildúfunum í von um að geta glatt þau með ljósmyndinni af þessu stóra augnabliki í lífi þeirra.

„Mér skilst að Skógafoss sé vinsæll staður fyrir bónorð en mér finnst samt ótrúlegt að hafa endað með þessa ljósmynd í höndunum,“ segir Brett í samtali við DV.is.

Hann kemur frá Flórída og hefur á ferli sínum sérhæft sig í að mynda landslag og allskyns viðburði. Í lok september fór hann í vikulangt ferðalag til Íslands ásamt fjölskyldu sinni. Hópurinn fór að skoða Skógafoss einn daginn og vildi Brett þá ná almennilegri „selfie“ af sjálfum sér, á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir fóru á undan honum að skoða fossinn. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu og því reyndist krefjandi að ná hinni fullkomnu sjálfsmynd.

„Ég byrjaði á því að gera prufutöku til að athuga með lýsinguna og rammann og stillti síðan tímann og hljóp fyrir framan myndavélina til þess að ná mynd af mér,“ segir Brett og bætir við að hann hafi ekki tekið mikið eftir því sem var að gerast í kringum hann á meðan á þessu stóð.

Það var ekki fyrr en seint um kvöldið að Brett gaf sér tíma til að setjast niður og fara yfir afrakstur dagsins.

„Ég var við það að fara að eyða prufumyndinni þegar ég tók eftir því að þar mátti sjá ungan mann að biðja stúlku. Það voru engir aðrir á myndinni, né á neinum af hinum myndunum. Ég trúði því ekki að ég hefði náð að fanga þetta á mynd án þess að taka eftir þeim! Ég var svo einbeittur í því sem ég var að gera að þau tvö fóru algjörlega fram hjá mér.“

Brett vill ólmur hafa uppi á hinu ástfangna pari og gefa þeim ljósmyndina en þeir sem kannast við fólkið geta sent Brett ábendingu á brett@brettmissick.com. Myndin var tekin um tvö leytið að degi til, þann 22.september síðastliðinn.
Líkt og Brett bendir á gæti myndin reynst parinu ómetanleg.

„Þetta gæti verið eina ljósmyndin sem til er af þessu einstaka augnabliki í lífi þeirra beggja.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn
Fyrir 4 dögum

Dóra kláraði prófin jafn vel og kosningarnar

Dóra kláraði prófin jafn vel og kosningarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“
Fókus
Fyrir einni viku

Fullt af fólki hætt við að gifta sig út af leiknum á laugardaginn: Óvenju mikið um afpantanir í kirkjum

Fullt af fólki hætt við að gifta sig út af leiknum á laugardaginn: Óvenju mikið um afpantanir í kirkjum
Fókus
Fyrir einni viku

11 ára gamall sonur Rikku sýnir meistaratakta sem skurðlæknir: „Framtíðin er í höndum unga fólksins,“ segir mamman stolt

11 ára gamall sonur Rikku sýnir meistaratakta sem skurðlæknir: „Framtíðin er í höndum unga fólksins,“ segir mamman stolt