fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Fangaði bónorð á filmu fyrir algjöra slysni: Þekkir þú ástfangna parið á myndinni?

„Þetta gæti verið eina ljósmyndin sem til er af þessu einstaka augnabliki í lífi þeirra beggja“

Auður Ösp
Sunnudaginn 8. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég trúði því varla að ég hefði náð að fanga þetta augnablik á filmu án þess að hafa hugmynd um það,“ segir Brett Missick, bandarískur atvinnuljósmyndari sem staddur var við Skógafoss á dögunum. Fyrir algjöra tilviljun náði hann að festa á filmu þegar ungur maður fór niður á hnéð og bað um hönd unnustu sinnar. Gallinn er þó sá að Brett tók ekki eftir parinu fyrr en hann skoðaði myndirnar eftirá. Hann vill nú gjarnan hafa uppi á turtildúfunum í von um að geta glatt þau með ljósmyndinni af þessu stóra augnabliki í lífi þeirra.

„Mér skilst að Skógafoss sé vinsæll staður fyrir bónorð en mér finnst samt ótrúlegt að hafa endað með þessa ljósmynd í höndunum,“ segir Brett í samtali við DV.is.

Hann kemur frá Flórída og hefur á ferli sínum sérhæft sig í að mynda landslag og allskyns viðburði. Í lok september fór hann í vikulangt ferðalag til Íslands ásamt fjölskyldu sinni. Hópurinn fór að skoða Skógafoss einn daginn og vildi Brett þá ná almennilegri „selfie“ af sjálfum sér, á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir fóru á undan honum að skoða fossinn. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu og því reyndist krefjandi að ná hinni fullkomnu sjálfsmynd.

„Ég byrjaði á því að gera prufutöku til að athuga með lýsinguna og rammann og stillti síðan tímann og hljóp fyrir framan myndavélina til þess að ná mynd af mér,“ segir Brett og bætir við að hann hafi ekki tekið mikið eftir því sem var að gerast í kringum hann á meðan á þessu stóð.

Það var ekki fyrr en seint um kvöldið að Brett gaf sér tíma til að setjast niður og fara yfir afrakstur dagsins.

„Ég var við það að fara að eyða prufumyndinni þegar ég tók eftir því að þar mátti sjá ungan mann að biðja stúlku. Það voru engir aðrir á myndinni, né á neinum af hinum myndunum. Ég trúði því ekki að ég hefði náð að fanga þetta á mynd án þess að taka eftir þeim! Ég var svo einbeittur í því sem ég var að gera að þau tvö fóru algjörlega fram hjá mér.“

Brett vill ólmur hafa uppi á hinu ástfangna pari og gefa þeim ljósmyndina en þeir sem kannast við fólkið geta sent Brett ábendingu á brett@brettmissick.com. Myndin var tekin um tvö leytið að degi til, þann 22.september síðastliðinn.
Líkt og Brett bendir á gæti myndin reynst parinu ómetanleg.

„Þetta gæti verið eina ljósmyndin sem til er af þessu einstaka augnabliki í lífi þeirra beggja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar