Fókus

„Þú ert yndisleg og verður alltaf til í hjarta mínu elsku Gerða“

Öflugur í myndbandagerð þrátt fyrir ungan aldur – Heldur úti vinsælli facebooksíðu og rekur eigið fyrirtæki

Auður Ösp skrifar
Mánudaginn 2 október 2017 21:30

Tjörvi Jónsson er 16 ára Akureyringur sem hefur þrátt fyrir ungan aldur vakið athygli fyrir myndskeið sem hann framleiðir og birtir á facebooksíðu sinni. Þá hefur tekið upp auglýsingar og kynningarefni fyrir fyrirtæki og komið á fót sínu eigin framleiðslufyrirtæki. Þann 29.september síðastliðinn sendi Tjörvi frá sér nýtt myndskeið þar sem hann tekur saman það helsta sem hefur á daga hans drifið undanfarið ár. Þann sama dag var ár liðið síðan eldri systir hans, Þorgerður Kristín kvaddi heiminn og hefur dagsetningin því sérstaka þýðingu í huga hans.

„Þú ert yndisleg og verður alltaf til í hjarta mínu elsku Gerða. Ég sakna þín á hverjum einasta degi en maður verður að brosa í gegnum þau tár sem renna stundum á hvarm. Þegar ég kláraði þetta myndband í ágúst, þá hugsaði ég með mér hvað ég ætti að gera við það og hver væri tilgangurinn með því. Það rann upp fyrir mér að mig hefur alltaf langað að tileinka eitt myndband til hennar hennar Gerðu minnar og fannst þess vegna tilvalið að bíða með það að gefa út myndbandið þangað til í dag, 29 september. Ég var ekki byrjaður að taka upp og búa til myndbönd þegar hún kvaddi þennan heim, þannig hún er í rauninni ekki í þessu myndbandi. En einhvern veginn finnst mér eins og hún eigi þetta myndband, eins og hún móti hvernig og hvaða einstaklingur ég er,“ ritaði Tjörvar við myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan.

„Myndbandið er semsagt samantekt úr gömlum klippum yfir sumarið, eins og skólaferðalag og utanlandsferð. Þetta eru minningar frá því skemmtilega sem ég hef gert á þessu ári, allt frá go kart í skólaferðalaginu til Bretlandferðar með fjölskyldu minni og kærustu,“ segir Tjörvi í samtali við DV.is en áhugi hans á kvikmyndagerð er tiltölulega nýsprottinn.

„Ég keypti fyrstu myndavélina mína í fyrra, eftir að hún lést og fékk ekki áhuga á myndbandsgerð fyrr en í ársbyrjun, þannig ég á engar minningar af henni á myndbandi.“

Söknuðurinn eftir Gerðu er að hans sögn mikill en hún var aðeins þrítug þegar hún lést.

„Hún var allt rosa góð við mig og var yndisleg systir. Þegar hún knúsaði mann leið maður eins og maður væri að kafna þar sem hún lyfti manni upp og kreisti mann í botn. Hún var æðisleg og söknuðurinn er mikill, en maður brosir bara í gegnum tárin.“

Auk facebooksíðunnar heldur Tjörvi einnig úti Snapchat aðgangi.

„Ég er með snapchat og instagram og facebook síðu sem heitir allt tjorvijons. Ég er með nokkur hundruð á snap sem horfa á mitt daglega líf, oftast er ég samt að snappa um verkefni sem ég er að gera tengd myndböndum. Facebook er svo aðal miðilinn minn til að dreifa efninu mínu út.

Ég og besti vinur minn, hann Fannar erum síðan með heimasíðu fyrir myndbandagerð, Beam Production, þar sem við erum að taka að okkur verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ heldur Tjörvi áfram en þeir félagar opnuðu facebooksíðu Beam Production í gær.

„Þar er meðal annars að finna myndband sem við tókum upp fyrir Dominos. Við erum mjög stoltir með Beam yfirhöfuð.“

Hann hyggst halda ótrauður áfram í myndbandagerð. Stefnan er tekin á útlönd eftir menntaskóla og þá fær myndbandsupptökuvélin að sjálfsögðu að vera með í för.

„Lífið er ekki alltaf eins og maður vill, ég hef tekið eftir því. Ég get ekki ferðast um heiminn sextán ára, en ég verð að leyfa mér að dreyma, einn daginn mun ég ferðast og lifa lífi sem ég vill lifa.“

Hér má finna heimasíðu Beam Production.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
„Þú ert yndisleg og verður alltaf til í hjarta mínu elsku Gerða“

Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Fókus
í gær
Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
í gær
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
í gær
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
í gær
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
í gær
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
Fyrir 2 dögum síðan
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Mest lesið

Ekki missa af