Fókus

„Bjúgnahátíð er hápunktur íslenskrar lágmenningar“

Keli Vert heldur bjúgnahátíð í lok október

Ragna Gestsdóttir skrifar
Sunnudaginn 1 október 2017 20:00

Þorkell Sigurmon Símonarson, eða Keli vert eins og hann er jafnan nefndur, hefur rekið ferðaþjónustu og veitingarekstur að Langaholti á Snæfellsnesi í fjölda ára. Hann segir ferðaþjónustuna vinnu eins og hverja aðra, með góðum og verri tímum, en er duglegur að brydda upp á einhverju öðruvísi, eins og árlegri bjúgnahátíð, sem hann heldur í lok október.

Útsýnið á Langaholti er einstakt.
Fagurt útsýni Útsýnið á Langaholti er einstakt.

„Ég bíð spenntur eftir að þessi siður verði landlægur um allt land,“ segir Keli sposkur, aðspurður um Bjúgnahátíðina, sem hann segir of asnalega hugmynd til að láta hana ekki verða að veruleika. „Bjúgnahátíðin kom þannig til að ég var í nokkur ár með innslag á sunnudögum á Rás 2 í útvarpsþætti Guðna Más Henningssonar. Hann skellti þessari hugmynd á mig í beinni útsendingu og ég tók áskoruninni og við höfum haldið hátíðina í lok október núna í fjögur ár. Ég hélt hana reyndar ekki í fyrra vegna anna við endurbæturnar hér.“

Guðni Már skaut þeirri hugmynd að Kela í beinni útsendingu að halda bjúgnahátíð.
Hugmyndasmiðurinn Guðni Már skaut þeirri hugmynd að Kela í beinni útsendingu að halda bjúgnahátíð.

Vert að Langaholti í yfir áratug

Á Langaholti eru 40 herbergi, en Keli stækkaði staðinn í fyrra. Hann tók við af foreldrum sínum um áramótin 2006, en þau höfðu verið meira og minna í ferðaþjónustunni síðan árið 1978. „Elsti hluti hússins, sem er í notkun, er síðan 1985, þannig að þetta er orðið gamalgróið hér.“

Aðspurður hvort alltaf sé fullt, segir hann svo ekki vera. „Þetta er bara vinna eins og hver önnur, það koma góðir tímar og verri tímar. Allir sem segja að það sé alltaf fullt hjá þeim eru að ljúga. Núna er rólegur „off season“-tími, svo eykst aðsóknin aftur þegar norðurljósavertíðin kemur,“ segir Keli. „Í þessum bransa er tvennt í tísku; ýmist fullt eða allt að fara til andskotans, það fer ekki saman þegar sami maður segir þetta.“

Keli stækkaði Langaholt í fyrra og þar eru nú 40 herbergi fyrir ferðalanga.
Gott heim að sækja Keli stækkaði Langaholt í fyrra og þar eru nú 40 herbergi fyrir ferðalanga.
Hér er gott að sitja og njóta veðurblíðunnar og náttúrunnar.
Verönd Hér er gott að sitja og njóta veðurblíðunnar og náttúrunnar.

Bjúgnahátíð, kjánaleg en fyndin

„Bjúgnahátíð er hápunktur íslenskrar lágmenningar, eða helsta vesen vinnandi manns,“ segir Keli. „Þarna er tekinn sá matur sem kannski þykir sá kjánalegasti í eldamennsku og allir eiga að geta reddað sér með. Við erum með allar mögulegar og ómögulegar útgáfur af pylsum og bjúgum og meðhöndlum á óvenjulegan hátt. Bjúgu í bearnaise voru til dæmis vinsælust síðast.“

Það hefur jafnan verið húsfyllir á bjúgnahátíðinni.
Húsfyllir á öllum hátíðum Það hefur jafnan verið húsfyllir á bjúgnahátíðinni.

Það er einnig boðið upp á rónahrygg á öllum hátíðum. Þá er bjúgað klofið, barbekjúsósu smurt á og það bakað. Boðið er upp á rétti í þessum dúr, auk klassískra útgáfna. Farið er með matinn eins óhefðbundna leið og hægt er. Eftirrétturinn er svo gjarnan kaldur Royal-búðingur.

Þrátt fyrir að hátíðin sé sérstök og boðið upp á mat, sem almennt þykir ekki fínn er alltaf húsfyllir á hátíðinni. Á hana mæta sveitungar Kela og gestir þeirra, og segir hann suma koma langt að, einstaka erlendir ferðamenn slæðist síðan með.

Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar útgáfur af pylsum og bjúgum.
Bjúgu í öllum útgáfum Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar útgáfur af pylsum og bjúgum.

„Þetta er hátíð sem tekur sig ekki mjög hátíðlega,“ segir Keli. Boðið er upp á bjúgnahlaðborð og gjarna músík með og slegið á létta strengi og gerð kvöldstund úr tilefninu. „Þetta er eitthvað sem menn höfðu ekki gert áður. Ég er ekki búinn að fullmóta veisluna, en dagsetning er ákveðin, 21. október næstkomandi, og nokkrir strax búnir að lýsa áhuga sínum þannig að ég hugsa að hátíðin verði góð í ár.“

Í nóvember mun Keli hins vegar bjóða upp á villibráðarveislu og þá verður meirihluti gesta erlendir ferðamenn.

„Matarveislurnar eru dálítið arfleifð frá þeim tíma þegar maður var ekki með opið á veturna, þá var ég duglegri að halda tónleika og eitthvað einu sinni í mánuði. Bjúgnahátíðin er samt það skrítin og öðruvísi að það er ekki hægt að leggja hana af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
„Bjúgnahátíð er hápunktur íslenskrar lágmenningar“

Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Fókus
í gær
Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
í gær
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
í gær
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
í gær
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
í gær
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
Fyrir 2 dögum síðan
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Mest lesið

Ekki missa af