Fókus

„Þá leggur hann alltaf á hana hendur“

Kröftug ljóð Tamars stinga mann í hjartastað

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. september 2017 20:30

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín.

Í byrjun árs samdi Tamar ljóð um heimilisofbeldi, en átakið Á allra vörum stendur nú sem hæst og snýst í ár um landssöfnun fyrir uppbyggingu á íbúðahúsnæði fyrir konur og börn þeirra, sem eiga ekki í öruggt skjól að venda að lokinni dvöl í Kvennaathvarfinu.

Nýjasta ljóðið samdi Tamar eftir að hafa lesið frétt um unga móður í Rússlandi, sem skildi níu mánaða gamlan son sinn eftir einan heima, meðan hún fór út að skemmta sér. Faðir drengsins var í herþjónustu. Sonurinn sem var einn skilinn eftir einn heima í viku fannst látinn í barnavagni sínum.

„Stundum les maður fréttir utan úr heimi sem negla mann í kjálkann með hægri og vinstri hnefa,“ skrifar Tamar á Facebook síðu sinni.

Rússneskur maður konuna kveður
er hann á stríðsvöllinn galvaskur veður
að eiga konu og fallegan son
er mannanna allra fegursta von

Þær varla höfðu lokast útidyrnar
er stungust í ónotið oddhvassar þyrnar
í olíu brann þeirra brúðarlín
þau deildu ekki sömu framtíðarsýn

Hún leit á sitt barn sem tímaþjóf
sem djammadaga hennar í náttmyrkri gróf
hún vildi skemmtun í taumlausri gleði
þessa saklausu sál skildi hún leggja að veði

Að eyða í þetta sínum dýrmæta tíma
hún setti hann frá sér og tók upp sinn síma
í eyranu heyrði hún vinkonur kalla
við skulum djamma nóttina alla

Hún leit ekki á hann er hún sig klæddi
spenna og losti um hana flæddi
í símanum raddir gerðu hana káta
þó drengurinn hennar væri farinn að gráta

Út úr húsinu gekk hún án þess að hika
nóttin varð dagur og dagurinn vika
drengurinn litli grét nóttina alla
með tárunum hætti hann stjarfur að kalla

Innan við ársgamall fallegur drengur
á jörðinni sinni dvelur ei lengur
svangur og þyrstur á gólfinu dó
aleinn og einmana þar sem hann bjó.
-Mikael Tamar Elíasson, september 2017.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Andrea Jónsdóttir (69) hlaut Fálkaorðu í ár: „Ertu ekki að grínast?“

Andrea Jónsdóttir (69) hlaut Fálkaorðu í ár: „Ertu ekki að grínast?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma Björns er orðin athafnastjóri hjá Siðmennt: „Mér finnast trúarbrögð tímaskekkja í dag“

Selma Björns er orðin athafnastjóri hjá Siðmennt: „Mér finnast trúarbrögð tímaskekkja í dag“